Foreldraráð – framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að skila inn framboðum í foreldraráð Salaskóla rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar. Þeir sem kosnir verða sitja í ráðinu næstu tvö árin. Framboðum er hægt að skila með tölvupósti til skólastjóra eða með því að hringja eða koma í skólann og gefa sig fram við ritara eða skólastjóra. Netfang skólastjóra er hafsteinn@kopavogur.is
Stutt kynning á frambjóðendum verður á vef skólans.
Kosning verður rafræn. Foreldrar fá sendan tölvupóst með slóð inn á atkvæðaseðil.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .