picture_6229.jpg

2. sætið í Skólahreysti

picture_6229.jpgLið Salaskóla hreppti 2. sætið í sterkum riðli í Skólahreystinni. Liðið var efst að stigum þegar ein grein var eftir en varð að láta í minni pokann fyrir hraustu krökkunum í Lindaskóla.

Í riðlinum voru lið frá 14 skólum í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Árangur krakkanna í Salaskóla er því frábær.

Á myndinni eru fjórir af keppendum Salaskóla, þau Adam, Glódís, Rakel og Steingrímur. Auk þeirra voru í liðinu varamennirnir Elísabet og Anton.

Myndir frá keppninni eru á heimasíðu Skólahreysti, http://www.skolahreysti.is/

Birt í flokknum Fréttir.