
Eins og fram kom í haust er lestrarkeppnin Lesum meira í gangi á miðstigi, 5. – 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Í fyrstu var gefinn góður tími fyrir lestur áveðinna bóka á bókalista keppninnar og síðan var dregið um hvaða bekkir ættu að keppa saman. Í keppninni reynir jafnt á almenna þekkingu nemenda sem þekkingu á ýmsu í heimi bókmenntanna auk þess að kunna vel skil á ákveðnum sögum.
Nú þegar eru búnar þrjár keppnir og sú fjórða verður á morgun, miðvikudag, þegar svölur og súlur etja kappi saman. Liðin samanstanda af þremur nemendum en stuðningsliðið, sem er bekkurinn, skipar stórt hlutverk því eins og gefur að skilja er mjög mikilvægt að styðja vel við sitt lið, hvetja og fagna á réttum stöðum og sýna í alla staði háttprúða framkomu. Einnig má beina einni spurningu til bekkjarins ef liðið stendur á gati. Bekkirnir mæta prúðbúnir til leiks því hver bekkur skartar ákveðnum litum. Þetta eru miklar skrautsýningar bæði er varðar föt og andlitsmálningu. Ekki má gleyma hvatningaspjöldunum sem að sjálfsögðu eru líka í réttum litum. Sumir bekkir hafa jafnvel troðið upp með atriði til að styðja enn betur við liðið sitt. Á meðfylgjandi myndum sést annars vegar lið ritanna spreyta sig í síðustu viku á spurningum sem fyrir það voru lagt – hins vegar eru glæsileg stuðningslið teista og rita í salnum.


Krakkarnir okkar í dægradvölinni taka þátt í verkefninu „Jól í skókassa“ fyrir þessi jól. Í því felst að hvert barn safnar ákveðnum hlutum í skókassa s.s. skóladóti, leikföngum, hreinlætisvörum, fötum og sælgæti, skreytir kassann að utan og merkir hvort innihaldið henti strák eða stelpu. Á dögunum söfnuðust krakkarnir saman í anddyri skólans með kassana sína og gengu síðan fylktu liði út í Lindakirkju þar sem kassarnir voru afhentir. Krakkarnir tóku greinilega verkefnið alvarlega, héldu fast utan um kassann sinn og voru ábúðarfull á svipinn. 



Kósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver


Liðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. 
Þegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að 






