graduate

Skólaslitin 2012

graduate
Nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir miðvikudaginn 6. júní og hefur foreldrum verið sent bréf þar um. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta til skólaslita fimmtudaginn 7. júní og hefur bekkjum verið skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn mætir kl. 10:00 en hinn kl. 10:30. Mæting er í anddyri skólans þar sem umsjónarkennarar taka á móti þeim. Hópskipting er sem hér segir:

kl. 10:00            kl. 10:30

þrestir
spóar
stelkar
sólskríkjur
starar
steindeplar
ritur
teistur
langvíur
súlur
fálkar
lómar

hrossagaukar
lóur
músarrindlar
sendlingar
glókollar
maríuerlur
kríur
mávar
lundar
álftir
ernir
himbrimar

 

sosbarnathorp

Styrkur til SOS Barnaþorpsins afhentur

sosbarnathorp
Krakkarnir í unglingadeild skólans tóku fyrir mannréttindi og SOS Barnaþorpin sem þemaverkefni nú í vor – er lauk formlega með söfnun á opna deginum hér í skólanum. Þar seldu þau kaffi og kökur og höfðu einnig til sölu svokallaðar trönum sem eru pappírsfuglar sem eru brotnir á ákveðinn hátt. Trönurnar voru að sjálfsögðu búnar til hér í skólanum og mikið kapp lagt við verkefnið.  Söfnunin gekk gríðarlega vel því alls söfnuðust um kr. 140.000.- Ragnar Schram frá SOS Barnaþorpum á Íslandi var boðaður í heimsókn í morgun, 29. maí,  og honum afhent umslagið með peningunum ásamt kveðju frá Salaskóla. Ragnar fræddi krakkana í leiðinni um SOS barnaþorpin, hvernig þau urðu til, skipulag þeirra og þá uppbyggingu sem á sér stað í tengslum við þau. Það er ljóst að styrkurinn frá Salaskóla fer í að styrkja 3 þorp í eitt ár, eitt í Haíti, annað í Afríku og það þriðja í Tailandi. Það er aldrei að vita nema framhald verði á þessu verkefni í framtíðinni. Í lok afhendingar var slegið upp veislu með muffins sem Reynir bakari gaf krökkunum fyrir dugnaðinn. Sjá einnig frétt á heimasíðu SOS Barnaþorpin á Íslandi  http://www.sos.is/frettir/nr/1125

fjallabraedur2

Upptaka í íþróttahúsi

fjallabraedur2

Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.

grnfninn

Við fengum grænfánann í dag

grnfninn
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.

krinn

Góð stemning á opnum degi 11. maí

krinn
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla.  Myndir.

popp__skgi

Vinabekkir poppa

popp__skgi
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og  Súlur, 7. bekkur,  fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag.   Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir.  Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa.   En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað.   Allir voru glaðir og ánægðir og sumir fóru í góða göngu efst upp í hæðina í lokin.

fuglar4b

Áhugasamir fjórðubekkingar

fuglar4bNotalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja eða þriggja manna hópum og höfðu fengið einn fugl til þess að fjalla um. Þau sóttu sér upplýsingar bæði úr bókum af bókasafni og af neti til þess að fræðast um efnið og söfnuðu  einnig fuglamyndum, myndbandsbrotum (youtube) og fuglahljóðum. Afraksturinn var síðan settur í glærusýningu (Power Point) þar sem útlit og framsetning skiptir miklu máli og greinilegt var að margir höfðu gott auga fyrir grafískri hönnun. Þarna voru báðir bekkirnir samankomnir, maríuerlur og steindeplar, og unnið var í hópum sem eru samsettir af nemendum úr báðum bekkjum. Þegar allt er tilbúið verður foreldrum boðið á stórglæsilegar kynningar á fuglum.    

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014

Kópavogsmóti í skólaskák lokið

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn.
Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan.  Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.

Kópavogsmeistarar 2012 urðu:
1.-4. b. Pétur Steinn Atlason 4. Baldursbrá Vatnsendaskóla 7v af 7 mögulegum.
1.-7. b. Dawíd Pawel Kolka 6. bekk   Álfhólsskóla  6.5v af 7 mögulegum.
8.-10.b  Birkir Karl Sigurðsson 10. b. Krummar Salaskóla 9v af 9 mögulegum.
Mótsstjórar voru Tómas Rasmus, Helgi Ólafsson og Sigurlaug Regina Friðþjófsdóttir.

Nánari úrslit: 1.-4. bekkur, 1. – 7. bekkur, 8.- 10. bekkur 

land_og_j_013

Grænn dagur

land_og_j_013
Í dag, 18. apríl, er grænn dagur í Salaskóla. Þá klæðast flestir einhverju grænu og allir hjálpast að við að taka til á skólalóðinni. Hver árgangur fær úthlutað svæði sem hann á að hugsa um. Á morgun, Sumardaginn fyrsta,  ætlum við að eiga hreinustu skólalóð í öllum heiminum. 


land_og_j_019 korinn2