popp__skgi

Vinabekkir poppa

popp__skgi
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og  Súlur, 7. bekkur,  fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag.   Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir.  Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa.   En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað.   Allir voru glaðir og ánægðir og sumir fóru í góða göngu efst upp í hæðina í lokin.

Birt í flokknum Fréttir.