sept_2012_006

Fingrafimir krakkar

sept_2012_006
Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (
http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju  í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku á enskuvef fyrir byrjendur og teikna með KIDPIX teikniforritinu sem öllum finnst gaman að vera í og er góð þjálfun fyrir höndina.

Fleiri myndir hér.

krutt

Hafragrautur í morgunsárið

krutt


Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og sífellt fleiri kjósa þessa einstöku hressingu í upphafi dags.

lesummeira2

Lestrarkeppni á miðstigi

lesummeira2Í dag hófst formlegur undirbúningur fyrir lestrarkeppnina LESUM MEIRA sem nemendur á miðstigi taka þátt í síðar í vetur en þá munu bekkjardeildir miðstigs keppa sín á milli. Keppnin er samvinna skólasafns og kennara miðstigs en sex skólar í Kópavogi standa að slíkri keppni í ár innan síns skóla. Markmiðið með þessu er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. 
Krakkarnir hafa nú fengið inn í skólastofuna sína bókakassa með þeim bókum sem gefnar eru upp fyrir keppnina og eiga að lesa sem mest fram í aðra viku í október. Þá byrjar lestrarkeppni á milli bekkja þar sem tveir og tveir bekkir keppa sín á milli er endar með því að einn bekkur stendur uppi sem sigurvegari. Hver bekkur þarf að velja sér fimm manna lið (3 aðalmenn og 2 varamenn) en hinir í bekknum eru svokallaðir bakhjarlar sem hægt er að leita til í keppninni.

Fyrirkomulag keppninnar minnir á ÚTSVARIÐ á RÚV fyrir þá sem þekkja það en um er að ræða hraða-, vísbendinga-, ágiskunar- og valflokkaspurningar. Ekki er einungis spurt úr bókum á bókalista heldur er einnig gott að vera vel að sér í bókmenntaheiminum og hafa lesið í gegnum tíðina, vita um íslenska höfunda, bókatitla og fleira. Keppnin fer vel af stað því það var mikill hugur í mönnum við lesturinn í morgun. Vonandi halda krakkarnir áfram að vera svo áhugasamir og kappsfullir. Þeir sem eiga erfitt með lestur geta nýtt sér hljóðbækur. Hér er hægt að lesa nánar um keppnina og sjá bókalistann sem unnið er út frá. 

1.bekkur_uti

Skólaárið 2012-2013

1.bekkur_utiSkólaárið 2012-2013

September
Fjölgreindaleikar fyrri dagur
Stöðvarstjórar
Fjölgreindaleikar seinni dagur

Október
Verðlaunaafhending fjölgreindaleika
Jól í kassa
LESUM MEIRA lestrarkeppnin

 

Nóvember
Upplestur Hilmars Arnar Óskarssonar

 
Desember
Piparkökur skreyttar
Jólaball 1. – 7. bekkur 2012
 

Janúar
Ipad-stund hjá glókollum og sólskríkjum
7. bekkur á Reykjum
Hundraðdagahátíðin

 
Febrúar
Vetrardrottningarnar
Öskudagur 2013
Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir 
DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir 
 

Mars 
Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 
Þemavikan 18.- 22. mars 
Árshátíð 8. – 10. bekk mars 2013 

 

Apríl – maí – júní
Vorhátíð foreldrafélagsins
Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní

 

 
1b._bokasafn

Fyrstubekkingar óðum að læra á skólann

1b._bokasafn
Nemendur í músarrindlum, sem eru fyrstubekkingar, komu á bókasafnið á dögunum til að læra á það og velja sér bók. Stefanía á bókasafninu kenndi þeim á útlánin og hvert þau ættu að skila bókum þegar þau kæmu með bækurnar aftur. Það voru áhugasamir nemendur sem fylgdust með þessum leiðbeiningum og vönduðu sig síðan við að skrá bækurnar út til þess að taka með niður í kennslustofu. Vafalítið eiga þessir nemendur eftir að koma oft við á bókasafninu í vetur.   

skolasetn

Skólasetning

skolasetn
Nemendur streymdu á skólasetningu í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudag, en fyrstubekkingar mæta ekki í skólann fyrr en á föstudaginn.

Bréf frá skólastjóra vegna matar í mötuneyti Salaskóla

Í síðustu viku var þáttur á Stöð 2 þar sem fjallað er um offitu Íslendinga. Þar var minnst á mötuneyti Salaskóla en umsjónarmaður þáttarins hafði komið hér einn daginn og fengið sýnishorn af mat sem hún fór með í greiningu í Matís. Þennan dag var grísasnitsel í matinn og það er skemmst frá því að það kom á daginn að sneiðin innihélt 240 hitaeiningar (kcal) í hundrað grömmum, þar af 16-17% kolvetni og 11% fitu. Til samanburðar inniheldur hreint kjöt á milli 110-140 hitaeiningar í hundrað grömmum, þar af ekkert kolvetni og 3-6% af fitu. Þess ber að geta að utan um snitselið er brauðrasp sem inniheldur kolvetni. Í framhaldi af þessu hefur svo spunnist umræða um hollustu máltíða í skólamötuneytum og ályktanir dregnar út frá blessuðu snitselinu. Að því tilefni tel ég rétt að upplýsa ykkur um eftirfarandi.


1. Alls voru framreiddar 159 máltíðir frá á skólaárinu,
en við höfðum engan kokk í eldhúsinu frá skólabyrjun til
15. september.
2. Af þessum 159 máltíðum voru 64 fiskmáltíðir, 47 kjötmáltíðir,
spónamatur var 33 sinnum, pastaréttir 9 sinnum og annað
(grænmetisbuff,  vorrúllur, pizza og hlaðborð) 6 sinnum.
3. Af 64 fiskmáltíðum voru 56 eldaðar úr spriklandi nýjum fiski
í eldhúsinu okkar. 8 máltíðir voru fiskibollur. Allt annað var eldað í
gufuofninum okkar að undanskildum plokkfiski (5 máltíðum)
sem var lagaður í pottinum.
4. Af 47 kjötmáltíðum voru 13 forunnar, þ.e. snitselið fræga
(4 máltíðir), pylsur og bjúgu (5 máltíðir), kjötbollur (4 máltíðir).
5. Spónamatur, sem voru 33 máltíðir, skiptist í mjólkurgrauta
(10 máltíðir), súpur sem sumar voru matarmiklar kjötsúpur
(18 sinnum), skyr og jógúrt (5 máltíðir).
6. 128 máltíðir voru því eldaðar frá grunni í eldhúsinu en 31 komu
að einhverju leyti forunnin til okkar, en fullkláruð hér. Af þeim voru
bollur 12 máltíðir en við getum ekki steikt þær í þeim tækjum
sem við höfum. Kaupum þær því þannig.

Sjá nánar hér.


Ekki ætla ég að mæla snitselinu bót en það er alveg ljóst að hér er ekki um dæmigerða máltíð í mötuneyti Salaskóla, aðeins í boði 4 sinnum yfir veturinn. Þess ber að geta að þáttargerðarmaðurinn mætti hér í skólann með tökumann eftir að matartíma var lokið. Allur maturinn var búinn að undanskildum einhverjum tveimur sneiðum sem ég bauð henni að fá.

Það voru sem sagt leifarnar eftir að 500 manns höfðu tekið til matar síns. Sennilega ekki bestu bitarnir en ég vakti athygli hennar á því að þetta væri lang síðustu bitarnir og líklega ekki dæmigerðir. Ekki var það tekið fram í þessari umfjöllun.

Þetta eru fremur óvísindaleg vinnubrögð hjá þáttastjórnandanum og óneitanlega stórar ályktanir sem dregnar eru af þessu snitseli sem hún vissi mæta vel að væri mjög sjaldan í boði og aukinheldur allra síðustu bitarnir. Það er ómaklegt að vega að fagfólki í mötuneytum með þessum hætti. Í Salaskóla er reynt að hafa matinn fjölbreyttan „heimilismat“ og við erum sífellt að vinna meira hér frá grunni. Þess ber að geta að daglega eru reiddir hér fram 500 skammtar, starfsmenn mötuneytisins eru 2,5 og hver skammtur er seldur á 395 kr.

Að lokum langar mig að geta þess nemendur Salaskóla eru einstaklega hraustir og vel á sig komnir. Í rannsóknum hefur komið fram að íþróttaþátttaka þeirra er einhver sú mesta á landinu og svo er meira um það að þeir borði morgunmat heima hjá sér áður en þeir fara í skólann en í flestum öðrum skólum.

Hvað sem öllu líður þá munum við halda áfram að bæta mötuneytið okkar. Við fögnum góðu eftirliti en viljum sanngjarna umfjöllun.

10._bekkur_tskrift

Skólanum slitið

10._bekkur_tskrift

Salaskóla var slitið í dag hjá 1. – 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn „Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag…“ áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.

utskrift10._bekkur_6.6

vesalingarnir

Skemmtileg vorverkefni í upplýsingamennt

vesalingarnirUpplýsingamennt á að vera samþætt öllum námsgreinum í skólanum og nýtast bæði kennurum og nemendum í öllu þeirra starfi.  Í upplýsingamennt felst m.a. að geta leitað sér upplýsinga t.d. í bókum eða á vefnum, unnið úr upplýsingunum til að setja fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt fyrir aðra. Allir nemendur í Salaskóla eru að gera eitthvað í þessu veru og sum verkefni þeirra er hægt að sjá á síðunni Upplýsingamennt í Salaskóla undir flipanum Skólinn.
Þriðjubekkingar voru einmitt að klára verkefni á dögunum þar sem reyndi á upplýsingaleikni og úrvinnslu upplýsinga ásamt því að þurfa að vera býsna glögg/glöggur á liti, form og hvernig myndir birtast. Þau fjölluðu hvert og eitt um áhugamálin sín og hver nemandi bjó til sína eigin sýningu í forritinu Photostory. Verkefnin má sjá hér. Fleiri verkefni eru á leiðinni á síðuna.