sosbarnathorp

Styrkur til SOS Barnaþorpsins afhentur

sosbarnathorp
Krakkarnir í unglingadeild skólans tóku fyrir mannréttindi og SOS Barnaþorpin sem þemaverkefni nú í vor – er lauk formlega með söfnun á opna deginum hér í skólanum. Þar seldu þau kaffi og kökur og höfðu einnig til sölu svokallaðar trönum sem eru pappírsfuglar sem eru brotnir á ákveðinn hátt. Trönurnar voru að sjálfsögðu búnar til hér í skólanum og mikið kapp lagt við verkefnið.  Söfnunin gekk gríðarlega vel því alls söfnuðust um kr. 140.000.- Ragnar Schram frá SOS Barnaþorpum á Íslandi var boðaður í heimsókn í morgun, 29. maí,  og honum afhent umslagið með peningunum ásamt kveðju frá Salaskóla. Ragnar fræddi krakkana í leiðinni um SOS barnaþorpin, hvernig þau urðu til, skipulag þeirra og þá uppbyggingu sem á sér stað í tengslum við þau. Það er ljóst að styrkurinn frá Salaskóla fer í að styrkja 3 þorp í eitt ár, eitt í Haíti, annað í Afríku og það þriðja í Tailandi. Það er aldrei að vita nema framhald verði á þessu verkefni í framtíðinni. Í lok afhendingar var slegið upp veislu með muffins sem Reynir bakari gaf krökkunum fyrir dugnaðinn. Sjá einnig frétt á heimasíðu SOS Barnaþorpin á Íslandi  http://www.sos.is/frettir/nr/1125

Birt í flokknum Fréttir.