kosi

Hvað er þetta Kósý-herbergi sem allir eru að tala um?

kosiKósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver á fjölgreindaleikunum í gær?  Þegar farið var á stúfana til að njósna fundust loksins dyr sem merktar voru Kósý-herbergi  STÖР11. Inni ríkti verulega notaleg stemning þar sem liðsmenn eins liðsins voru að sýsla, sumir voru í tölvuspili, aðrir að horfa á vídeó og loks voru nokkrir að spila billjard.  Allir mjög slakir og nutu þess að vera í algjörum rólegheitum. Þetta var þá AFSLÖPPUNARSTÖРinn á milli til þess að safna kröftum fyrir þau viðfangsefni sem framundan voru á fjölgreindaleikum. Kósí hjá þeim!

Birt í flokknum Fréttir og merkt .