Fjölgreindaleikarnir 5. og 6. október

Fjölgreindaleikar Salaskóla eru einn mikilvægasti viðburður skólaársins. Fyrstu fjölgreindaleikar Salaskóla voru vorið 2003, á öðru starfsári skólans. Það voru kennarar við skólann sem áttu hugmyndina að leikunum og síðan hafa þeir breiðst út til fjölda skóla á Íslandi. Markmiðið með leikunum er að vinna að góðum skólabrag með því að nemendur á ólíkum aldri vinna saman að lausn verkefna sem reyna á allar greindir mannskepnunnar.

Leikarnir eru jafnframt keppni milli hópa í samvinnu og félagsanda. Þar reynir ekki síst á leiðtoga hvers hóps, en það eru nemendur úr elstu bekkjum skólans. Þá daga sem leikarnir standa yfir ríkir einstök gleði í skólanum og til að ýta enn frekar undir hana mætir starfsfólk í furðufötum.

Efnt verður til 13. fjölgreindaleika Salaskóla 5. og 6. október. Allir nemendur taka þátt í leikunum og er þeim skipt í um 40 hópa og í hverjum hópi eru nemendur af öllum skólastigum. Keppnisgreinar eru um 40 og hver hópur keppir í öllum greinum. Keppnisgreinar reyna eins og áður segir á allar greindir og fjölbreytni er afar mikil.

IMG 0270

Skemmtilegt á fjölgreindaleikum

IMG 0270
Fjórtándu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á fimmtudag og föstudag 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í ca. 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Myndirnar sýna vel stemninguna sem er jákvæð og skemmtileg.
Myndir frá fjölgreindaleikum – fyrri dagur

 Myndir  af starfsfólki á fjölgreindaleikum

Þemadagar næstu þrjá daga

Salaskóli verður með sérstaka dagskrá 6. – 8. maí í tilefni afmælis bæjarins. Krakkarnir kynnast bænum sínum með því að ferðast um bæinn gangandi eða í strætó og skoða ýmsa staði, kynna sér söguna, náttúruna, menninguna og mannlífið. Einnig vinna þau verkefni um bæinn, fara í ratleiki og aðra skemmtilega leiki, syngja Kópavogslög og taka myndir og teikna myndir. Föstudaginn 8. maí verður grillveisla á skólalóðinni. 
Við skiptum krökkunum í 12-14 manna hópa og í hverjum hópi eru nemendur á öllum aldri, eins og á fjölgreindaleikunum. Elstu nemendur eru hópstjórar. Þessa daga hefst skólastarf kl. 830 og lýkur kl. 1315. Skólinn opnar að sjálfsögðu á sama tíma og venjulega. Ekki er val eða sundkennsla þessa daga. Til að einfalda málin eiga allir að koma með nesti fyrir kaffið þessa daga, þe. samloku/ávöxt og vatn eða djús til að drekka. Fínt að hafa það í litlum íþróttapoka því þau eru að þvælast út um allt. Athugið að nestið verður að vera hnetulaust!

Viðurkenningar fyrir fjölgreindaleika og hlaup

myndifrett
Verðlaunaafhending fjölgreindaleikanna fór fram í vikunni. Þá voru allir nemendur skólans kallaðir á sal sem var þétt setinn.  Þrjú efstu liðin fengu viðurkenningu og valdir voru tveir bestu liðsstjórarnir sem eru þau Bjarmar og Karitas.  Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir norræna skólahlaupið en þar stóðu bekkirnir krummar, súlur og sólskríkjur upp úr. Sjá nánari umfjöllun og myndir á fésbókinni.    Einnig myndir í myndasafni skólans.

fjolgreind

Skemmtilegt að fást við fjölgreindirnar

fjolgreind
Afar vel hefur gengið á Fjölgreindaleikum Salaskóla í þá tvo daga sem þeir hafa staðið yfir. Krakkarnir fara á milli stöðva sem eru staðsettar á mörgum stöðum inni í skólahúsnæðinu og einnig í íþróttahúsinu.  Alls eru um 40 stöðvar í gangi sem reyna á hinar ýmsu fjölgreindir – það eru ekki allir góðir í öllu svo mikið er víst. Sumir eru ferlega góðir í stígvélakasti eða kaðlaklifri, á meðan aðrir eru betri í að þekkja fugla, umferðarmerki eða leika orð. Í hverju liði eru 10 krakkar og þegar eldri sem yngri leggja saman getur úkoman verið býsna góð. Áberandi er hvað fyrirliðar standa sig vel að, þeir eru afar ábyrgir, hjálpsamir og hvetja þá sem yngri eru áfram. Oftast skapast mikil liðsheild innan liða sem er aðdáunarverð.  Skoðið myndir frá seinni deginum.

Fjölgreindaleikar 154

Fyrri dagur Fjölgreindaleika: Hvar er starfsfólkið?

Fjölgreindaleikar 154
 Myndir frá fyrsta degi leikanna    
 
Myndir: Óboðnir gestir – eða hvað?

Þegar nemendur komu í skólann í morgun, á fyrsta degi Fjölgreindaleika Salaskóla, virtist enginn af starfsfólkinu vera mættur. Í stað þeirra var afar sérkennilegt lið á ferð um skólann, sumir prúðbúnir, aðrir afar druslulegir og inn á milli sáust dýr í uppréttri stöðu. Í einni skólastofunni var Pavarotti, stórsöngvari, að lesa upp nemendur með sjálfan sig glymjandi í græjunum. Hann var greinilega í forföllum fyrir Jóhönnu Björk, kennara. Þetta skrautlega og sérkennilega lið hafði greinilega yfirtekið skólann þennan morguninn – það fór ekki á milli mála. Var starfsfólk skólans kannski á námskeiði í dag? Þarna mátti koma auga á Kolbein kaftein, Chaplin, Valla, Línu langsokk auk spænskrar senjórítu,

skurðlækna, golfara, vísindamanns, mótórhjólatöffara og þannig mætti lengi telja. Nunna með maskara (… má hún vera með maskara?) sást á hlaupum og virtist vera að stjórna einhverju mikilvægu á göngum skólans. Hvað skyldi það vera? Nemendur skólans voru sallarólegir yfir þessu ástandi og tóku óboðnu gestunum vel og gáfu sig meira að segja á tal við þá. En þá var hringt inn til 12. Fjölgreindaleika Salaskóla og allir virtust vita hvað þeir áttu að gera – líka óboðnu gestirnir en ekkert sást ennþá til starfsfólksins.     

Fjölgreindaleikar 037

Fjölgreindaleikar Salaskóla 1. og 2. október

12. fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8:10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn.

Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Athugið að ekki eru ávextir í skólanum þessa daga. Við útvegum svala fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö.

Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir.

3. bekkur

Myndir 2014-2015

Ágúst:
Skólasetning 

3. bekkur

 

September:
Norræna skólahlaupið    
Útikennsla í september


Október:

Fyrri dagur fjölgreindaleika
Seinni dagur fjölgreindaleika
Starfsfólk á fjölgreindaleikum

Sjöundubekkingar á Reykjum

Lestrarkeppnin  Lesum meira 2014

Nóvember:
Góðir gestir í nóvember
Dagur gegn einelti – heimsókn í leikskóla 9.-10. b.
Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika

 

Desember:
Jólaþorpið 2014Norræna skólahlaupið 035 - CopyLitlu jólin 2014

Janúar – febrúar
Hundraðdagahátíðin í 1. bekk
Öskudagur 2015

Fleiri öskudagsmyndir

Mars – apríl

Meistaramót Salaskóla 2015

Hönd í hönd

Fyrstubekkingar – sýning fyrir foreldra


Maí
Þemadagar 2015 – Víghóll

Heimsókn í leikskólann Rjúpnahæð – þemadagar

 

Júní

Skólaslit

 

IMG_0081

Verðlaunahátíð Fjölgreindaleikanna

IMG_0081
Í dag voru allir nemendur skólans kallaðir á sal, Klettagjána,  en þar fór fram verðlaunahátíð að loknum fjölgreindaleikum 2013. Liðin fengu mismunandi mörg stig á þeim fjölmörgu stöðvum sem voru í gangi á fjölgreindaleikum en þau eru gefin fyrir frammistöðu liðsins, en einnig voru gefin stig fyrir jákvæðni og prúðmennsku. Það gat líka skipt miklu máli hvernig fyrirliðar héldu á málunum í sínu liði. Vel skipulagðir fyrirliðar með góðan aga gátu unnið aukastig fyrir liðið stig.

Þau þrjú lið sem voru efst að stigum hlutu verðlaunapeninga en efsta liðið tók einnig við skildi merktum Fjölgreindaleikunum. Í fyrsta sæti voru Sykurpúðaherinn (sjá mynd), í öðru sæti Hamborgararnir og loks voru Meistararnir í því þriðja. Fyrirliðar Sykurpúðanna voru Katrín í Krummum, Hildur í Kjóum og Þorkell í Smyrlum. Hamingjuóskir til þessara hæfileikaríku liða. Myndir frá verðlaunahátíðinni. Hér er nánar um sigurliðin.