fjolgreind

Skemmtilegt að fást við fjölgreindirnar

fjolgreind
Afar vel hefur gengið á Fjölgreindaleikum Salaskóla í þá tvo daga sem þeir hafa staðið yfir. Krakkarnir fara á milli stöðva sem eru staðsettar á mörgum stöðum inni í skólahúsnæðinu og einnig í íþróttahúsinu.  Alls eru um 40 stöðvar í gangi sem reyna á hinar ýmsu fjölgreindir – það eru ekki allir góðir í öllu svo mikið er víst. Sumir eru ferlega góðir í stígvélakasti eða kaðlaklifri, á meðan aðrir eru betri í að þekkja fugla, umferðarmerki eða leika orð. Í hverju liði eru 10 krakkar og þegar eldri sem yngri leggja saman getur úkoman verið býsna góð. Áberandi er hvað fyrirliðar standa sig vel að, þeir eru afar ábyrgir, hjálpsamir og hvetja þá sem yngri eru áfram. Oftast skapast mikil liðsheild innan liða sem er aðdáunarverð.  Skoðið myndir frá seinni deginum.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .