Þemadagar næstu þrjá daga

Salaskóli verður með sérstaka dagskrá 6. – 8. maí í tilefni afmælis bæjarins. Krakkarnir kynnast bænum sínum með því að ferðast um bæinn gangandi eða í strætó og skoða ýmsa staði, kynna sér söguna, náttúruna, menninguna og mannlífið. Einnig vinna þau verkefni um bæinn, fara í ratleiki og aðra skemmtilega leiki, syngja Kópavogslög og taka myndir og teikna myndir. Föstudaginn 8. maí verður grillveisla á skólalóðinni. 
Við skiptum krökkunum í 12-14 manna hópa og í hverjum hópi eru nemendur á öllum aldri, eins og á fjölgreindaleikunum. Elstu nemendur eru hópstjórar. Þessa daga hefst skólastarf kl. 830 og lýkur kl. 1315. Skólinn opnar að sjálfsögðu á sama tíma og venjulega. Ekki er val eða sundkennsla þessa daga. Til að einfalda málin eiga allir að koma með nesti fyrir kaffið þessa daga, þe. samloku/ávöxt og vatn eða djús til að drekka. Fínt að hafa það í litlum íþróttapoka því þau eru að þvælast út um allt. Athugið að nestið verður að vera hnetulaust!

Birt í flokknum Fréttir og merkt .