hjalti2

Stórfurðulegur morgunn

hjalti2james_bond
„Heyrið mig nú, hvað er um að vera?“, spurðu vegfarendur sem áttu leið framhjá Salaskóla í morgun. Var ekki sjóræningi að ganga inn í skólann? Þarna kemur svo prumpublaðra labbandi, síðan spænsk senjóríta sem svífur í fína kjólnum sínum í áttina að skólanum og ófrýnilegur mótorhjólakappi ! Nei, nei, nei…. hvað er að sjá ….. skurðlæknir kemur út úr einum bílnum. Er einhver aðgerð í gangi þarna, eða hvað? Vá, hættið nú alveg, þarna koma alls kyns furðuleg dýr sem ekki eiga einu sinni heima á Íslandi, pandabjörn og kengúra. Þarf ekki að ná í lögguna þetta er meira en lítið furðulegt. Nú, nú… þarna rennir glæsibifreið upp að skólanum og út stígur afar glæsilegur maður, sjálfur James Bond, ú, hú … njósnari hennar hátignar, mættur á svæðið. Guði sé lof, hann hlýtur að taka málin í sínar hendur.

prumpublara

Birt í flokknum Fréttir.