verdlaunsmall.jpg

Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika

verdlaunsmall.jpgVerðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í morgun, 12. október.

Auður íþróttakennari lagði áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.

Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.

Í 3. sæti var lið nr. 11 – Strumparnir. Fyrirliðar voru: Jón Sævin (himbrimum) og Thelma Rut (smyrlum). Í liðinu voru: Bergdís(glókollum), Anna Sóley (maríerlum), Marel (hrossagaukum), Ragnheiður (lóum), Egill (lundum), Birkir (flórgoðum), Kári (helsingjum), Sigríður (uglum) og Elísabet (fálkum)

Í 2. sæti var lið nr. 10. Fyrirliðar voru Tinna (himbrimum) og Kristófer Anton (svölum).  Í liðinu voru:Hrannar ( glókollum), Katla (maríuerlum), Kjartan G. (lóum), Þorleifur (lundum), Selma (helsingjum), Arnar (flórgoðum), Birkir (uglum), Elsa (uglum) og Dagný (fálkum).  

Í 1. sæti var lið nr. 9 – Ofurliðið. Fyrirliðar voru Guðlaug (himbrimum) og Bjartur (svölum). Í liðinu voru Ásgerður (glókollum), Atli (steindeplum), Hákon (lóum), Birta (lundum), Ólafur (flórgoðum), Hilmar (helsingjum), Axel (fálkum ) og Ragnhildur (uglum).

Tveir fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Halldór Kristján í himbrimum og Kristín Gyða í svölum.    

Birt í flokknum Fréttir og merkt .