Meistaramóti Salaskóla er lokið en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla.
Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir.
Meistari unglinga varð einnig Hildur Berglind Jóhannsdóttir.
Meistari miðstigs varð Jason Andri Gíslason.
Meistari yngsta stigs varð Kári Vilberg Atlason.
Mótsstjóri var Tómas Rasmus.
Smellið hér til að sjá heildarúrslit.