Góðir gestir komu snemma miðvikudags og skemmtu nemendum. Það voru þær stöllur Hildur og Þórdís Heiða, sem er að vísu kennari við skólann, er buðu nemendum í 1.-4. bekk að koma á sal og vera þáttakendur í stórri hljómsveit sem stofnað var til á staðnum. Þessi heimsókn er liður í verkefninu Tónlist fyrir alla sem grunnskólum er boðið upp á. Reglulega eru grunnskólar heimsóttir af tónlistarmönnum sem flytja skemmtileg verk, þessar uppákomur hafa verið afar fjölbreyttar og mikil ánægja verið með þær.