Vikuna 26.- 30. maí ætlum við að gera smá átak og hvetja alla nemendur til að ganga í skólann. Ef nemandi býr í öðru hverfi má fara fyrr úr strætó eða bílnum og ganga smá spöl. Við hvetjum sérstaklega krakka í prófum að koma gangandi því það hressir, bætir og kætir.
Umsjónarkennarar fá blöð hjá gönguhópnum þar sem stimplað er í reit á hverjum degi hjá viðkomandi nemanda ef hann kemur gangandi í skólann. Bekkurinn sem gengur mest í skólann fær mjög áhugaverð verðlaun. Verðlaun eru fyrir 2. og 3. sæti.
Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann
- Það vekur mann
- Það er hressandi …
- Það er hollt
- Maður kemst í form
- Ókeypis líkamsrækt
- Bílar menga
- Bensín er dýrt
- Kynnist umhverfinu
- Gaman að kynnast öðrum krökkum sem ganga í skólann
- Börn og foreldrar eiga góða stund saman
Allir í Salaskóla ganga í skólann – Þar eru hraustir nemendur-