Eins og foreldrar hafa eflaust tekið eftir höfum við ekki verið með námskynningar í haust. Þær eru á vissan hátt barn síns tíma enda hefur samskiptatækni fleytt fram og að ýmsu leyti sinnt því hlutverki sem námskynningar gegndu áður. Þetta hefur m.a. komið fram í frekar slakri mætingu foreldra á þessa fundi. Við höfum því í haust verið að skoða hver þörfin er fyrir fundi af þessu tagi og niðurstaða okkar er sú að setja saman í eitt námskynningar og morgunkaffi stjórnenda. Við köllum þetta námsfundi og á hverjum fundi taka bæði foreldrar og nemendur þátt.
Við leggjum áherslu á að hver fundur hafi skýrt markmið og foreldrar hafi tækifæri til að leggja eitthvað til málanna um nám og skólagöngu barnanna. Einnig að nemendur taki virkan þátt í þessari umræðu í samræmi við þroska og aldur. Við vonum að með þessu fáum við góða umræðu um brýn mál, góðar hugmyndir og þéttara og betra samfélag í kringum skólann.
Búið er að tímasetja fundina. Þeir hefjast allir kl. 8:10 og standa í til 9 eða 9.10.Þeir verða sem hér segir:
14. nóvember |
4. bekkur |
15. nóvember |
3. bekkur |
16. nóvember |
2. bekkur |
22. nóvember |
5. bekkur |
23. nóvember |
6. bekkur |
24. nóvember |
9. bekkur |
25. nóvember |
8. bekkur |
30. nóvember |
10. bekkur |
6. desember |
7. bekkur |