Í dag komu slökkviliðsmenn í heimsókn í skólann og voru með eldvarnarfræðslu hjá nemendum í 3. bekk. Nemendur fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkvibíla sem var lagt fyrir utan skólann. Krakkarnir höfðu gaman að heimsókninni og fannst mikið til þess koma að fá að stíga upp í sjúkrabíl og komast í návígi við slökkviliðsbíl.