skak2012_jan

Úrslit miðstigs og meistaramót á næstunni

skak2012_jan
Nú liggja úrslitin úr meistarakeppni Salaskóla í skák á miðstigi fyrir. Alls kepptu 63 nemendur á miðstigi að þessu sinni. Sigurvegari miðstigs var Hilmir Freyr Heimisson í öðru sæti var Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Heildarúrslit er hægt að sjá hér ásamt myndum. Nú er lokið undanrásum úr þremur aldurshólfum í meistaramóti Salaskóla í  skák.

Alls kepptu:
21 í unglingadeild
63 á miðstigi
47 á yngsta stigi
Alls 131 nemandi.

Á úrslitamótinu þar sem leitað verður að meistara meistaranna föstudaginn 3. feb. 2012 keppa síðan þrír efstu úr hverjum árgangi og að auki 12 sérvaldir snillingar eða 42 krakkar. Þessir keppa föstudaginn 3.2.2012

Birt í flokknum Fréttir og merkt .