Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.
Eftir jólaballið hófst jólafrí. Hér eru myndir frá morgninum. Mánudaginn 5. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.