Góðir gestir komu í heimsókn eftir hádegi í dag undir formerkjum Tónlist fyrir alla og buðu nemendum í 1. – 4. bekk upp á að koma í salinn og syngja. Þetta var hljómsveitin Fúsarnir skipuð þremur hljómlistamönnum sem léku undir og sungu lög Sigfúsar Halldósssonar með þáttöku nemenda. Nemendur hafa að undanförnu verið að æfa lög Sigfúsar enda tóku þau vel undir sönginn hjá Fúsunum og höfðu greinilega gaman að. Þarna mátti heyra lög eins og Vegir liggja til allra átta, Dagnýju og Litlu fluguna Slík söngstund léttir lund og er gott innlegg inn í vorið.