Nemendur margra bekkja eru á fullu í útikennsluverkefnum. Nú er verið að byrja á veðurathugunum í 5. bekk en áður voru þau í ljóðagerð úti í náttúrinni og höfðu m.s. "viðtöl" við steina og plöntur. Lífið vaknar að vori er viðfangsefni fjórðubekkinga en þá fjalla nemendur um á hvern hátt náttúran vaknar til lífsins og kanna m.a. brum trjánna og fuglalífið í nánasta umhverfi. Nemendur í 2. bekk fara svo í fjársjóðsleit þar sem markmiðið er að gera þau meðvituð um samspil fjögurra afla – sólar, vatns, lofts og jarðar.