Nú er lokið bekkjamóti Salaskóla í skák. Alls kepptu 52 lið eða um 160 manns. Öll sterkustu liðin söfnuðust saman á sal föstudaginn 13.12.2013 og kepptu um titilinn besti skákbekkur Salaskóla 2013. Í úrslitariðlinum voru 14 lið og fóru leikar þannig:
Nr Heiti liðs Vinningar
1 7 Kríur B 17,5
2 7 Kríur A 16,5
3 7 Mávar A 16
4 5 Jaðrakanar 13
5 6 Súlur 12,5
6 5 Spóar A 11,5
7.-.8 7 Mávar B 11
7.-.8 4 Tjaldar 11
9 10 Hrafnar A 10,5
10 7 Ritur 9
11 8 Teistur A 7,5
12 4 Vepjur 5
13 2 Músarindlar 4
14 4 Tildrur 3,5
Keppnin var æsispennandi en leikar enduðu þannig að Kríur vörðu titilinn frá því í fyrra. En athygli vakti að B lið Kríubekkjarins sigraði mótið, sem segir okkur að þessir bókstafir skipta ekki öllu máli.
Sigurliðið 7 Kríur B:
Benedikt Árni Björnsson
Elvar Ingi Guðmundsson
Orri Fannar Björnsson
Þorsteinn Björn Guðmundsson
Silfurliðið 7 Kríur A:
Jason Andri Gíslason
Aron Ingi Woodard
Ágúst Unnar Kristinsson
Bronsliðið 7 Mávar A:
Róbert Örn Vigfússon
Kjartan Gauti Gíslason
Andri Már Tómasson
Breki Freysson
Mótsstjóri var Tómas Rasmus.