Kjörfundur 10. bekkjar

Það hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár að nemendur í 10. bekk vinna að stjórnmálaverkefni í tengslum við þjóðfélagsfræði. Mynda nemendur þá stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til nemendaþings sem hefur það markmið að vinna að bættum hag nemenda í unglingadeild skólans. Hápunktur verkefnisins er svo framboðsfundur þar sem nemendum í 7.-9. bekk er boðið að fylgjast með framboðsræðum fulltrúa flokkanna og svo í kjölfarið að kjósa sína fulltrúa á þingið. Framboðsfundurinn fór fram í morgunn og fluttu ræðuskörungar 10. bekkjar innblásnar ræður við góðar undirtektir nemenda í 7.-9. bekk. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá fundinum.

 
Google has deprecated the Picasa API. Please consider switching over to Google Photos
Birt í flokknum Fréttir.