Snemma dags glumdi harmonikkutónlist úr sal skólans. Þegar betur var að gáð voru nemendur í 2. – 3. bekk að æfa þjóðdansa með kennrurunum sínum því að þeir eru að vinna að verkefni um þessar mundir sem heitir "land og þjóð". Liður í því verkefni er að kynnast gömlum hefðum eins og þjóðdönsum og þjóðbúningum en í salnum í morgun mátti einmitt sjá tvær uppábúnar konur í þjóðbúningi og eina stúlku í 3. bekk. Krakkarnir höfðu auðsjáanlega gaman að því að dansa hringdans og marsera. Fleiri myndir.

Þjóðdansar í 2. – 3. bekk
Birt í flokknum Fréttir.