Mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn var hundraðasti skóladagurinn hjá fyrsta bekk og var haldin hátíð í tilefni þess. Bekkjunum var öllum blandað saman og fóru þau á stöðvar og unnu ýmis verkefni tengd tugum og hundraði. Þau bjuggu meðal annars til 100 daga kórónu, heftuðu saman 10 hlekki og tíndu 10 mismunandi góðgæti í poka þar sem 10 var af hverri sort. Að stöðvavinnunni lokinni var svo horft á mynd og nammið borðar. Dagurinn gekk mjög vel og voru krakkarnir stillt og góð.