Þessa dagana taka grænlenskir nemendur þátt í skólastarfi með 6. bekkingum í Salaskóla. Um er að ræða 13 nemendur frá Grænlandi sem dvelja á Íslandi um tíma til þess að læra og æfa sund í sundlauginni í Versölum. En það mun vera samstarfsverkefni Íslands og Grænlands um sundkennslu. Grænlensku nemendurnir fara í sund a.m.k. tvsivar á dag en þess á milli fá þeir að taka þátt í kennslu með sjöttubekkingum. Sést hefur til nemendanna að tafli og í leiklistarstarfi og einnig hafa nemendur verið að skiptast á grænlenskum og íslenskum orðum sem hengd eru síðan upp öðrum til fróðleiks.