grillstemning_002.jpg

Grillstemning í hádeginu

grillstemning_002.jpgVið gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi.

grillstemning_008.jpggrillstemning_004.jpggrillstemning_001.jpg grillstemning_010.jpggrillstemning_006.jpg

Birt í flokknum Fréttir.