afmaeli

Góður dagur

afmaeli
Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um í skólanum. Afrakstur starfsins var sýndur í skólastofum og á göngum og verkgreinastofur voru með sýningar á verkum nemenda. Boðið var upp á kaffi og afmæliköku á þremur stöðum í skólanum sem elstu nemendur skólans sáu um. Stemmningin var mikil og foreldrar, sytkini, ömmur og afar mættu afar vel til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Takk fyrir komuna!(smellið á linkinn)

Birt í flokknum Fréttir.