starfsfolk_03.jpg

Furðuverur á ferð

starfsfolk_03.jpgJa, hérna …. hvað er um að vera? Það voru margir vegfarendur sem spurðu sig þessarar spurningar í morgunsárið þegar sást á eftir hverjum furðufuglinum fara inn í Salaskóla. Þegar salaskoli.is fór á stúfana kom í ljós …

að Fjölgreindaleikarnir voru að hefjast. Þeir standa í tvo daga með þátttöku allra í Salaskóla, nemenda, starfsfólks og kennara þar sem allir hafa sitt sérstaka hlutverk. Það kom í ljós að furðufuglarnir sem minnst var á hér á undan eru kennarar skólans klæddir í mismunandi búninga. Það mátti sjá Rauðhettu, mexíkanska kerlingu, sjóræningja, geimverur, Sollu stirðu, tyggjóklessu, veiðimann, konu í íslenskum búning, kokk og margt fleira. Lesið meira!

Birt í flokknum Fréttir.