Góðar niðurstöður Salaskóla í PISA
Niðurstöður fyrir Salaskóla í PISA voru að koma í hús. Í lesskilningi er meðaltal skólans 517 en meðaltal Íslands er 483, í læsi í náttúrufræði er meðaltal Salaskóla 522 en Íslandsmeðaltalið er 478 og í stærðfræði er meðaltal skólans 529 en meðaltal Íslands er 493. Sem sagt allsstaðar vel yfir landsmeðaltali. Þá er Salaskóli […]
Lesa meiraHundraðdagahátíðin í 1.bekk
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir skálum með góðgæti á eitt borðið og það var verkefni […]
Lesa meiraForeldradagur 28. janúar
Á morgun, þríðjudaginn 28. janúar, er foreldradagur hér í Salaskóla þá koma nemendur með foreldrum sínum í skólann til að hitta umsjónarkennarann sinn og fá vitnisburð fyrir þá önn sem nú er liðin. Farið er yfir stöðu nemenda í náminu og horft til næstu annar. Í slíku viðtali setja nemendur sér gjarnan markmið fyrir […]
Lesa meiraÚtivistin
Við höfum ítrekað þurft að halda börnunum inni í frímínútum vegna þess að skólalóðin er illfær og hættuleg vegna hálku. Við höfum látið sanda hvað eftir annað en það hefur lítið að segja í þeirri tíð sem nú er. Til að forða slysum höfum við því haldið börnunum inni.
Lesa meiraForeldrum boðið í morgunkaffi
Í allmörg ár hafa stjórnendur Salaskóla haft þann ágæta sið að bjóða öllum foreldrum í morgunkaffi einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni byrjum við í næstu viku en breytum nú aðeins út frá venjunni því nú eiga allir foreldrar í hverjum árgangi að mæta á sama tíma. Við byrjum alltaf kl. 8:10 […]
Lesa meiraLitlu-jólin og jólafrí
Í dag flykktust prúðbúnir nemendur í 1. – 7. bekk á Litlu jólin í Salaskóla. Í Klettagjá var fallega skreytt jólatré sem krakkarnir dönsuðu í kringum við undirleik hljómsveitarinnar Jólakúlnanna en meðlimir hennar voru að þessu sinni bæði nemendur og kennarar skólans. Allt í einu heyrðust háreysti mikil og inn um einn gluggann hentist rauðklæddur […]
Lesa meiraJólasiðir í mismunandi löndum – Comeníusarverkefni
Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna nokkur verkefni í haust í tengslum við samvinnuverkefni okkar í Comenius. Unnið hefur verið að sameiginlegri matreiðslubók sem verður gefin út, einnig gerðu miðstigsnemendur myndband á spjaldtölvur um Íslenska jólasiði. Þetta myndaband ásamt myndböndum frá hinum löndunum verða sett inn á sameiginlega vefsíðu landanna. Tengill er á […]
Lesa meiraHvernig varð jólaþorpið til?
Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú til sýnis í skólanum afrakstur þemaverkefnis nemenda í 7. og 8. bekk sem ber heitið JÓLAÞORPIÐ. Nokkrir nemendur tóku myndir meðan á gerð jólaþorpsins stóð sem sýnir vel hvernig verkið gekk fyrir sig. Myndasmiðir eru Magnús Garðar, Viktor Gunnars og Davíð Birkir og hér er […]
Lesa meiraKríur eru besti skákbekkur Salaskóla
Nú er lokið bekkjamóti Salaskóla í skák. Alls kepptu 52 lið eða um 160 manns. Öll sterkustu liðin söfnuðust saman á sal föstudaginn 13.12.2013 og kepptu um titilinn besti skákbekkur Salaskóla 2013. Í úrslitariðlinum voru 14 lið og fóru leikar þannig:
Nr Heiti liðs Vinningar
1 7 Kríur B 17,5
2 7 Kríur A 16,5
3 7 Mávar A 16
4 5 Jaðrakanar 13
5 6 Súlur 12,5
Lesa meira3. riðli í undankeppni í skák lokið
Nú er lokið þriðja riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013.
Föstudaginn 13.12.2013 kepptu 13 lið úr unglingastigi sem eru krakkar úr 8.- 10. bekk.
Heildarúrslit urðu þessi:
Lesa meiraSjöttubekkingar standa sig vel
Sjöttubekkingar hafa verið á fullu að undanförnu að æfa jólaleikrit sem byggt er á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum – í leikgerð Sigrúnar Bjajrkar Cortes. Nú er komið að lokum æfinga og verður leikritið sýnt fyrir nemendur og foreldra í þessari viku. Þegar leikverk er sett á svið þurfa allir nemendur að taka höndum saman og í […]
Lesa meiraJólaþorp nemenda í 7. og 8. bekk.
Nemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú rís fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, ráðhús, skíðabrekku, tjörn, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið […]
Lesa meira