3. riðli í undankeppni í skák lokið

Nú er lokið þriðja riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. 
Föstudaginn 13.12.2013 kepptu 13 lið úr unglingastigi sem eru krakkar úr 8.- 10. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Lesa meira

Sjöttubekkingar standa sig vel

Sjöttubekkingar hafa verið á fullu að undanförnu að æfa jólaleikrit sem byggt er á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum – í leikgerð Sigrúnar Bjajrkar Cortes. Nú er komið að lokum æfinga og verður leikritið sýnt fyrir nemendur og foreldra í þessari viku. Þegar leikverk er sett á svið þurfa allir nemendur að taka höndum saman og í […]

Lesa meira

Jólaþorp nemenda í 7. og 8. bekk.

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú rís fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, ráðhús, skíðabrekku, tjörn, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið […]

Lesa meira

Lúsíumessan 13. desember

Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu 13. desember sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem  skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara sem að þessu sinni var Ragnheiður Ólafsdóttir. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er […]

Lesa meira

Fimmtubekkingar láta gott af sér leiða

IMG_0027
Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla, spóar og jaðrakanar, ákváðu að þau vildu láta gott af sér leiða fyrir jólin þar sem margir eiga um sárt að binda þegar líða fer að jólum. Þau ákváðu að safna saman öllum fatnaði sem fjölskyldan heima fyrir hafði ekki lengur not fyrir ásamt því að kaupa gjafir fyrir þá sem minna mega sín. Þau pökkuðu inn öllum gjöfunum og fóru með þær ásamt öllum fatnaðinum til Mæðrastyrksnefndar í Fannborginni.  Þar sem þau voru mjög dugleg í söfnuninni þurftu þau að fá foreldri með sér í lið til að ferja gjafirnar og fatnaðinn fyrir þau því magnið var þvílíkt að ekki var hægt að taka það með í strætó.

Lesa meira

Gott fyrir lestraráhugann að fá rithöfund í heimsókn

Gunnar Helgason kom við hjá okkur í dag og las upp úr nýjustu bókinni sinni  Rangstæður í Reykjavík. Einnig talaði hann um fyrri bækurnar tvær sem eru komnar út áður í þessum bókaflokki. Það voru nemendur í 4. – 6. bekk sem komu í Klettagjá til að hlýða á Gunnar og nutu upplestursins sem var afar […]

Lesa meira

Skín í rauðar skotthúfur …

Í dag, 11. desember, er rauður dagur í Salaskóla en þá setur starfsfólk og nemendur skólans upp rauðar jólasveinahúfur og margir klæðast einhverju rauðu. Þetta er hefð sem lengi hefur verið viðhöfð í skólanum á þessum degi í desember. En eins og flestir vita fer bærinn að fyllast af alvöru jólasveinum innan tíðar og sá fyrsti […]

Lesa meira

Góðir gestir í heimsókn

Mjög oft fáum við góða gesti í heimsókn til okkar hingað í Salaskóla. Fyrir stuttu síðan kom Birgitta E. Hassell sem er annar höfundur bókaflokksins um Rökkurhæðir og las upp úr bókinni Rökkurhæðir – gjöfin fyrir nemendur í 7. bekk. Nemendur hlustuðu með athygli og gerðu góðan róm að sögunni. Auður Þórhallsdóttir kom svo […]

Lesa meira

Undankeppnin í skák – 2. riðill

Salaskoli_Mistig_skakmot_2013__Kriubardaginn
Nú er lokið öðrum riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013.  
Föstudaginn 06.12.2013 kepptu 14 lið frá miðstigsbekkjunum sem eru krakkar úr 5.- 7. bekk. 
Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1..2       7b Kríur A                      19

1..2       7b Mávar A                    19

3          7b Kríur B                       17,5

4          6b Súlur A                      16

5          7b Ritur A                      14,5

6          5b Spóar A                     14

7..8       7b Mávar B                    12,5

7..8       5b Jaðrakanar A             12,5

9          6b Svölur A                    12

10         6b Súlur B                     10

11         5b Spóar D                    7

12         5b Spóar B                    5,5

13         5b Jaðrakanar B             4,5

14         5b Spóar C                    4

Lesa meira

Nú þurfa krakkarnir bók í jólagjöf


Smá hugleiðing vegna PISA skýrslunnar:


Niðurstöður PISA rannsóknarinnar frá 2012 voru kynntar í vikunni. Við fyrstu sýn eru þær varla gleðiefni fyrir okkur Íslendinga, sem viljum ævinlega vera mest og best í öllu. Það er reyndar til einföld lausn á þeim vanda sem við erum í, en hún kostar korter á dag. En í PISA leynast líka góð tíðindi fyrir okkur Frónbúa.

Engum nemanda ofaukið
Fyrst að jákvæðu fréttunum. Íslenskum grunnskólum tekst að mestu að útmá þann mun sem er mögulega á aðstöðu nemenda eftir fjárhag heimilanna innan sama skólahverfis. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er með allra mesta móti í heiminum. Og niðurstöður PISA rannsóknarinnar staðfesta ennfremur að innan hvers skóla er getustig nemenda það fjölbreytilegasta sem gerist í heiminum, hver skóli hefur bæði mjög sterka og mjög slaka nemendur. Þetta er ein mikilvægasta sérstaða íslenska grunnskólans. Við viljum ekki aðgreiningu eftir námsgetu, við viljum ekki skilja neinn út undan. Í okkar skólum á engum nemanda að vera ofaukið.

Lesa meira

Teflt af miklu kappi í undankeppninni

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_Nú er lokið fyrsta riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 29.11.2013 kepptu 24 lið frá yngsta stigi sem eru krakkar úr 1. - 4. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1          4b Tjaldar A                   11,5

2          4b Tildrur A                    10,5

3..4       4b Vepjur B                   9,5

3..4       2b Músarindlar A            9,5

5          4b Vepjur A                    8

6..9       4b Tjaldar C                   7

6..9       4b Tildrur C                    7

6..9       3b Lóur A                      7

6..9       3b Lóur B                      7

Lesa meira

Aðventuganga foreldrafélagsins

Aðventugangan árlega er nk. fimmtudag, 5. desember. Hefst kl. 1700 í Salaskóla og þar leikur flautuhópur Skólahljómsveitarinnar falleg jólalög. Eftir það er farið í ljósagöngu og heilsað upp á prestana í Lindakirkju og svo gengið aftur í skólann þar sem allir fá heitt kakó og smákökur. 

Lesa meira