Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku á enskuvef fyrir byrjendur og teikna með KIDPIX teikniforritinu sem öllum finnst gaman að vera í og er góð þjálfun fyrir höndina.
Fleiri myndir hér.