Góðar niðurstöður Salaskóla í PISA

Niðurstöður fyrir Salaskóla í PISA voru að koma í hús. Í lesskilningi er meðaltal skólans 517 en meðaltal Íslands er 483, í læsi í náttúrufræði er meðaltal Salaskóla 522 en Íslandsmeðaltalið er 478 og í stærðfræði er meðaltal skólans 529 en meðaltal Íslands er 493. Sem sagt allsstaðar vel yfir landsmeðaltali. Þá er Salaskóli einnig nokkuð yfir meðaltali skóla í Kópavogi. 

100hatid

Hundraðdagahátíðin í 1.bekk

100hatid
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir skálum með góðgæti á eitt borðið og það var verkefni hvers og eins að telja alls hundrað mola úr skálunum. Krakkarnir voru mjög einbeittir við þetta verkefni og létu ekkert trufla sig enda nákvæmisverk að telja nákvæmlega 100 stykki. Ýmiss önnur verkefni voru í gangi t.d. bjuggu allir sér til hundraðdagakórónu. Eftir pylsuveislu í hádeginu var svo sleginn botninn í veisluna með því að horfa á kvikmynd saman og borða nammið úr pokanum sínum. Skemmtileg hefð í Salaskóla sem hefur viðgengist nokkuð lengi. Myndir.

owl

Foreldradagur 28. janúar

owl
Á morgun, þríðjudaginn 28. janúar, er foreldradagur hér í Salaskóla þá koma nemendur með foreldrum sínum í skólann til að hitta umsjónarkennarann sinn og fá vitnisburð fyrir þá önn sem nú er liðin. Farið er yfir stöðu nemenda í náminu og horft til næstu annar. Í slíku viðtali setja nemendur sér gjarnan markmið fyrir námið fram að vori í samráði við kennarann og foreldra sína. Sú nýjung var tekin upp nú að foreldrar gátu pantað sér viðtalstíma á Mentor hjá umsjónarkennara barna sinna. Virðist sú tilhögun hafa mælst vel fyrir hjá foreldrum.

Útivistin

Við höfum ítrekað þurft að halda börnunum inni í frímínútum vegna þess að skólalóðin er illfær og hættuleg vegna hálku. Við höfum látið sanda hvað eftir annað en það hefur lítið að segja í þeirri tíð sem nú er. Til að forða slysum höfum við því haldið börnunum inni.

Foreldrum boðið í morgunkaffi

Í allmörg ár hafa stjórnendur Salaskóla haft þann ágæta sið að bjóða öllum foreldrum í morgunkaffi einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni byrjum við í næstu viku en breytum nú aðeins út frá venjunni því nú eiga allir foreldrar í hverjum árgangi að mæta á sama tíma. Við byrjum alltaf kl. 8:10 í salnum okkar, spjöllum svolítið saman yfir kaffibolla og kíkjum svo á bekkina. Gerum ráð fyrir að allt sé búið kl. 9.00. Foreldrar eru beðnir um að fylla út eyðublað þar sem þeir eiga að skrifa 2-3 atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi skólans og 2-3 atriði sem þeir telja að megi gera betur eða ábendingar um eitthvað sem þeir vilja sjá í skólastarfinu. Eyðublaðið verður sent heim með fundarboði og foreldrar geta því fyllt það út heima og skilað svo á fundinum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði pabba og mömmur. 

Fyrsti fundurinn verður 14. janúar og þá eiga foreldrar 1. bekkinga að mæta. Fundirnir verða annars sem hér segir:

15. janúar – 2. bekkur

16. janúar – 4. bekkur

17. janúar – 3. bekkur

22. janúar – 5. bekkur

30. janúar – 8. bekkur

31. janúar – 7. bekkur

4. febrúar – 9. bekkur

5. febrúar – 10. bekkur

6. febrúar – 6. bekkur

PC180013

Litlu-jólin og jólafrí

PC180013
Í dag flykktust prúðbúnir nemendur í 1. – 7. bekk á Litlu jólin í Salaskóla. Í Klettagjá var fallega skreytt jólatré sem krakkarnir dönsuðu í kringum við undirleik hljómsveitarinnar Jólakúlnanna en meðlimir hennar voru að þessu sinni bæði nemendur og kennarar skólans. Allt í einu heyrðust háreysti mikil og inn um einn gluggann hentist rauðklæddur maður með miklum bægslagangi. Jú, jú… það var þá sjálfur jólasveinninn sem var kominn til þess að heilsa upp á krakkana. Hann sagðist heita Grýlukertasleikir sem viðstaddir minntust ekki að hafa heyrt um áður enda ekki skrýtið því Grýlukertasleikir kemur bara á 500 ára fresti til byggða til að gefa skrýtnar gjafir eins og jóli útskýrði fyrir krökkunum. Hafsteinn skólastjóri fékk til dæmis silfurskó sem voru allt of litlir og Magga sérkennari var svo heppin að fá eitthvað sem líktist uppblásinni jólagrís. Jólasveinninn lék á létta strengi og sagði að það væru bara þægir krakkar í skólanum en það sama væri ekki hægt að segja um kennara. Hvað sem hann meinti með því.

Eftir Litlu-jólin byrjar langþráð jólafrí nemenda og starfsfólks Salaskóla. Á nýju ári mæta kennarar á samstarfsdag þann 3. janúar en skóli hjá nemendum hefst ekki fyrr en mánudaginn 6. janúar skv. stundaskrá.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu 2013. 

 

jolasidir

Jólasiðir í mismunandi löndum – Comeníusarverkefni

jolasidir

Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna nokkur verkefni  í haust í tengslum við samvinnuverkefni okkar í Comenius.    Unnið hefur verið að sameiginlegri matreiðslubók  sem verður gefin út, einnig gerðu miðstigsnemendur myndband á spjaldtölvur um Íslenska jólasiði.   Þetta myndaband ásamt myndböndum frá hinum löndunum verða sett inn á sameiginlega vefsíðu landanna.   Tengill er á  síðunni okkar.

jolafolk

Hvernig varð jólaþorpið til?

jolafolk

Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú til sýnis í skólanum afrakstur þemaverkefnis nemenda í 7. og 8. bekk sem ber heitið JÓLAÞORPIÐ. Nokkrir nemendur tóku myndir meðan á gerð jólaþorpsins stóð sem sýnir vel hvernig verkið gekk fyrir sig. Myndasmiðir eru Magnús Garðar, Viktor Gunnars og Davíð Birkir og hér er sýningin þeirra. Einnig var gert myndband sem Davíð Birkir stóð að. 

A_Kriur_B_vinna_1

Kríur eru besti skákbekkur Salaskóla

A_Kriur_B_vinna_1
Nú er lokið bekkjamóti Salaskóla í skák. 
Alls kepptu 52 lið eða um 160 manns. Öll sterkustu liðin söfnuðust saman á sal föstudaginn 13.12.2013 og kepptu um titilinn besti skákbekkur Salaskóla 2013. Í úrslitariðlinum voru 14 lið og fóru leikar þannig:

Nr           Heiti liðs              Vinningar

1             7 Kríur B               17,5

2             7 Kríur A               16,5

3             7 Mávar A             16

4             5 Jaðrakanar         13

5             6 Súlur                 12,5

6             5 Spóar A             11,5

7.-.8        7 Mávar B             11

7.-.8        4 Tjaldar              11

9             10 Hrafnar  A       10,5

10           7 Ritur                  9

11           8 Teistur A            7,5

12           4 Vepjur               5

13           2 Músarindlar        4

14           4 Tildrur               3,5

Keppnin var æsispennandi en leikar enduðu þannig að Kríur vörðu titilinn frá því í fyrra. En athygli vakti að B lið Kríubekkjarins sigraði mótið, sem segir okkur að þessir bókstafir skipta ekki öllu máli.
Sigurliðið 7 Kríur B:

Benedikt Árni Björnsson      

Elvar Ingi Guðmundsson

Orri Fannar Björnsson   

Þorsteinn Björn Guðmundsson  

Silfurliðið 7 Kríur A:

Jason Andri Gíslason   

Aron Ingi Woodard      

Ágúst Unnar Kristinsson 

Bronsliðið 7 Mávar A:

Róbert Örn Vigfússon  

Kjartan Gauti Gíslason    

Andri Már Tómasson  

Breki Freysson 
 

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

3. riðli í undankeppni í skák lokið

Nú er lokið þriðja riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. 
Föstudaginn 13.12.2013 kepptu 13 lið úr unglingastigi sem eru krakkar úr 8.- 10. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs       vinningar

1             Hrafnar 10 A       14,5

2             Kjóar 9  A           14

3             Teistur 8 A lið      14

4             Kjóar 9 B            13,5

5             Hrafnar 10 C       13

6             Lundar 8 a lið     13

7             Smyrlar 9 C        11,5

8             Krummar 10       11

9             Hrafnar 10 B      11

10           Smyrlar 9 A        10

11           Smyrlar 9 B        10

12           Kjóar D dömur     6

13           Smyrlar 9 D         5,5

Í sigurliðinu „Hrafnar A“ voru kapparnir: Skúli E Kristjánsson Sigurz,

Magnús Már Pálsson, Magnús Hjaltested og Ragnar Páll Stefánsson

Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:

10b. Hrafnar.

9b. Kjóar

8b. Teistur

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.