Nú er próftafla tilbúin fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Hún verður send í tölvupósti til foreldra en einnig er hægt að opna hana hér til hliðar undir tilkynningum.
Nú er próftafla tilbúin fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Hún verður send í tölvupósti til foreldra en einnig er hægt að opna hana hér til hliðar undir tilkynningum.
Patrekur Maron Magnússon í 10. bekk endurheimti Íslandsmeistartitil í skólaskák með yfirburðum. Íslandsmótið var haldið á Akureyri dagana 30. apríl – 3. maí 2009 og tóku fimm krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrasons, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigurðsson.
Þetta er algjört met, aldrei fyrr hafa jafnmargir krakkar úr sama skólanum náð inn á landsmót einstaklinga í skák. Mesti fjöldi frá sama skóla er 4 keppendur og var það met sett í fyrra af okkar skóla. Krakkarnir okkar stóðu sig vel – það var ekki ein einasta skák auðveld því hér var saman komið úrval þeirra bestu í landinu. Nánari úrslit hér:
Eldri flokkur: 8. til 10 bekkur |
|||
Nr: |
Nafn |
Skóli / landshluti |
vinn |
1 |
Patrekur Maron Magnússon |
Salaskóla |
10,5 |
2 |
Dagur Andri Fridgeirsson |
Reykjavík |
7 |
3 |
Nokkvi Sverrisson |
Vestmannaeyjar |
7 |
4. -7 |
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir |
Salaskóla |
6,5 |
4. -7 |
Hordur Aron Hauksson |
Rimaskóla |
6,5 |
4. -7 |
Svanberg Mar Palsson |
Hafnarfirði |
6,5 |
4. -7 |
Mikael Johann Karlsson |
Akureyri |
6,5 |
8 |
Páll Andrasons |
Salaskóla |
6 |
9 |
Eriíkur Örn Brynjarsson |
Salaskóla |
5 |
10 |
Benedikt Jóhannson |
|
2,5 |
11 |
Hjortur Thor Magnusson |
Norðurland |
1,5 |
12 |
Jakub Szudrawski |
Bolungavík |
0,5 |
Yngri flokkur: 1. til 10 bekkur |
|||
Nr: |
Nafn |
Skóli / landshluti |
vinn |
1 |
Fridrik Thjalfi Stefansson |
Reykjaneskjördæmi |
9 |
2 |
Emil Sigurdarson |
Laugarvatni – Suðurl. |
8,5 |
3 |
Jon Kristinn Thorgeirsson |
Akureyri |
8,5 |
4 |
Dagur Kjartansson |
Reykjavík |
7 |
5 |
Hrund Hauksdottir |
Rimaskóla |
7 |
6 |
Birkir Karl Sigurdsson |
Salaskóla |
6 |
7 |
Dadi Steinn Jonsson |
Vestmannaeyjar |
6 |
8 |
Brynjar Steingrimsson |
Reykjavík |
4,5 |
9 |
Hersteinn Heidarsson |
Akureyri |
4 |
10 |
Hulda Run Finnbogadottir |
Vesturland |
3 |
11 |
Andri Freyr Bjorgvinsson |
Akureyri |
2,5 |
12 |
Hermann Andri Smelt |
Bolungarvík |
0 |
Í myndasafn skólans var að koma safn mynda frá úrslitakeppninni í Skólahreysti sem fram fór 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Eins og menn vita á Salaskóli eitt af bestu liðum landsins í skólahreysti, var í 1. sæti í undanúrslitum í Kópavogi og tók 5. sætið í úrslitakeppninni. Skólahreystiliðið okkar í ár var skipað þeim Valdimar, Tómasi, Glódísi og Tinnu sem eru nemendur í 9. og 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með frækilegan árangur.
Skólaráð starfar skv. grunnskólalögum. Það er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólaráð fundar að jafnaði mánaðarlega og eru fundargerðir þess birtar hér á heimasíðu Salaskóla. Í skólaráði Salaskóla sitja eftirtaldir einstaklingar:
Aðalmenn
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
Jóhanna Björk Daðadóttir, kennari
Ásgerður Helga Guðmundsdóttir, kennari,
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra
Lovísa Björk Skaftadóttir McClure, fulltrúi foreldra
Lilja Björk Hjálmarsdóttir, skólaliði
Varamenn
Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari
Fundargerðir
16. jan. 2012
5. mars 2012
16. okt. 2012
Fundargerðir foreldraráðs
Nýstofnað skólaráð Salaskóla kom saman í fyrsta skipti miðvikudaginn 22. apríl. En skv. nýjum grunnskólalögum skal nú starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.
Hlutverk skólaráð er m.a. að fjalla um skólanámskrá, starfsáætlun, stefnu skólans, skólareglur og fylgjast með aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags. Á fundinum var fulltrúi grenndarsamfélagsins kosinn, farið yfir drög að skóladagatali næsta skólaráðs, rætt um fjárveitingar til skólans auk þess sem farið var yfir hlutverk skólaráðs.
Í gær voru skáksveitirnar okkar kallaðar fram í anddyri skólans þar sem starfsfólk og allir nemendur skólans heiðruðu þau með lófaklappi. Eins og kunnugt er skiluðu skáksveitirnar sem voru alls 8 að tölu glæsilegum árangri á Íslandsmóti grunnskóla í skák. Hörkuduglegir krakkar. Sjá nánar um úrslit á annarri frétt hér á síðunni.
Hávellur skelltu sér út í snú- snú, parís, hollí – hú og aðra leiki í góða veðrinu í dag. Þeir sem voru inni léku arkitekta og hönnuðu sín eigin hús. Skoðið fleiri myndir.
Skáksveit Salaskóla gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina.
Liðið skipuðu þau Patrekur Maron, Jóhanna, Páll og Eiríkur Örn. Mótið var haldið hér í skólanum og sendi skólinn 8 lið til keppninnar. Lesið meira um Íslandsmeistarana og aðrar sveitir Salaskóla á http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/864852/. Við óskum skákmönnunum okkar, yngri sem eldri, innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Nemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar. Sumar og vetur frusu saman að þessu sinni og samkvæmt gamalli hjátrú er það góðs viti – er veður snertir.
Starfsfólk Salaskóla