Þessa dagana er vorskóli Salakóla í gangi fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Fyrsti dagurinn var í gær en þá mættu nemendurnir í skólann ásamt foreldrum sínum og hittu kennarana og væntanlega bekkjarfélaga.
Meðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum fóru krakkarnir inn í skólastofu og leystu verkefni og fengu hressingu á eftir. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og við hlökkum til að hitta þennan föngulega hóp aftur í dag sem er síðari dagur vorskólans.





Afrakstur þessarar fábæru valgreinar, s.s. húfur, buxur, treyjur og barnateppi, var afhentur Rauða krossinum í dag í textílstofu skólans. Nemendur og kennarar fengu mikið lof fyrir flotta vinnu og góðan hug og fræddust um hvernig slíkar gjafir nýtast. 

Við samgleðjumst frábærum árangri sem skáksveit Salaskóla náði þegar hún varð Íslandsmeistari grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöllinni Faxafeni 12, um helgina. Salaskóli hafði nokkra yfirburði og fékk sveitin 33 vinninga af 36 mögulegum. Sjá nánar um mótið 