Sjá fleiri myndir hér.
Eftirfarandi bréf barst skólanum frá Reykjum þar sem sjöundu bekkingar dveljast:
Hér á Reykjum ræður gleðin ríkjum. Nemendur dvelja kátir við leik og störf. Læra náttúrfræði, byggðarsögu, fræðast um undraheim auranna og sprikla í íþróttum og sundi. Á milli þess er "chillað" á herbergjum, keppt í borðtennis og billiard eða bara haft gaman saman. Krakkarnir okkar standa sig með prýði og eru sér og sínum til sóma. Svo er gaman að fylgjast með þeim mynda vinatengsl við krakkana úr Flataskóla. Við látum fylgja hér eina dagbókarfærslu sem fangar stemmninguna vel:
Kæra dagbók,
Í dag komum við á Reyki. Það var awesome. Við fengum að fara í herbergin okkar og chilla. Það var awesome. Svo fórum við og kynntumst öllum húsunum. Það var awesome. Svo var okkur skipt í hópa og ég er í hóp 1 sem fór í náttúrufræði í dag. Það var líka awesome. Svo núna fer ég að sofa, góða nótt.
Awesome kveðja,
Fálkar og Ernir