Skólaslit Salaskóla 2017

Miðvikudaginn 7. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 9:30 og hinn kl. 10:00. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 17. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir:

9:30  

Glókollar

Músarrindlar

Hrossagaukar

Spóar

Lundar

Maríuerlur

Kríur

Langvíur

Himbrimar

Tildrur

Tjaldar

Kjóar

Súlur

10:00

Sólskríkjur

Þrestir

Lóur

Teistur

Sandlóur

Steindeplar

Ritur

Flórgoðar

Lómar

Vepjur

Smyrlar

Svölur

 

Heilsueflandi skóli

Salaskóli hefur tekið þá ákvörðun að starfa í anda Heilsueflandi grunnskóla.

En samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi.

Hér má nálgast nánari upplýsingar

Og hér má nálgast facebook síðu þar sem settar eru inn ýmsar fréttir og upplýsingar sem eiga við heilsueflingu í skólum. Við hvetjum kennara og foreldra til að fylgjast með.

Blár apríl – 4. apríl

Þriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín um einhverfu.Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning sinn og fræðast um einhverfu. Með aukinni vitund og þekkingu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að setja myndir á instagram og facebook merktar #blarapril (með public stillingum) sem hefur gætt daginn skemmtilegum blæ og hjálpað til við að breiða út þennan jákvæða boðskap.

Íslenskt fræðsluefni um einhverfu ætlað börnum

Í byrjun apríl kemur út nýtt fræðslumyndband um einhverfu. Um er að ræða stutta teiknimynd ætlaða börnum á yngri skólastigum og er gerð hennar afrakstur söfnunarátaks styrktarfélagsins í fyrra. Þá hefur Ævar vísindamaður ljáð verkefninu krafta sína með stórskemmtilegri útkomu og verða herlegheitin frumsýnd í byrjun aprílmánaðar á nýjum vef, www.blarapril.is, sem opnar samhliða. Er það von félagsins að fræðslumyndbandið muni nýtast sem víðast í þeim tilgangi að fræða og upplýsa um einhverfu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

 

Nokkrir áhugaverðir punktar um einhverfu:

  • Einhverfa er meðfædd og því fötlun en ekki sjúkdómur
  • Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
  • Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
  • 1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
  • Drengir eru 4-5 sinnum líklegri til að fá einhverfugreiningu en stúlkur
  • Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
  • Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið margafsannað af vísindasamfélaginu)
  • Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtast aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
  • Einhverfir hafa ótalmargt fram að færa og hafa sína styrkleika – eins og allir aðrir

Sýnum lit og klæðumst bláu þriðjudaginn 4. apríl nk. til stuðnings einhverfum börnum. Fögnum fjölbreytileikanum – því lífið er blátt á mismunandi hátt!

#blarapril