Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum honum og öðrum góðum skákmönnum skólans innilega til hamingju. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í 3. bekk. Skoðið fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu. Nánari úrslit frá mótinu má skoða hér.