Öflugir keppendur frá Salaskóla

Sjö öflugir nemendur úr Salaskóla verða keppendur á Skákþingi Íslands nú um páskana. Keppnin hefst föstudaginn 15.04.2011 kl 18:00. Sjá nánar á vefsíðunni: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448.   Þeir sem keppa frá Salaskóla eru:

Nafn:                                  Elo          Skákfélag

Guðmundur Kristinn Lee        1800             SFÍ

Birkir Karl Sigurðsson            1672             SFÍ

Hildur Berglind Jóhannsdóttir  1062            Hellir

Hilmir Freyr Heimisson              0

Þormar Leví Magnússon            0              Hellir

Jón Smári Ólafsson                  0

Jón Otti Sigurjónsson               0              Hellir

Úrslit úr einstökum skákum má sjá á síðunni: http://chess-results.com/tnr48046.aspx?lan=1 Það er frábært að svona margir krakkar frá Salaskóla gefi kost á sér til keppni með þeim sterkustu á Íslandi í skák. Þeir keppa allir í áskorendaflokki og ef þeir ná einu af tveimur efstu sætunum komast þeir í landsliðsflokk. En aðalmálið er að þeir munu keppa alvöru kappskákir þar sem þeir verða að skrifa niður alla leikina í skákinni og hafa 90 mínútur til að klára skákina og fá síðan 30 sek í bónus fyrir hvern kláraðan leik.  Ef þeir ná að sigra einhvern sem er þagar komin með Elostig munu þeir fá stig eftir sérstökum reglum.  Nú er valið í unglingalandslið íslands eftir Elostigum þegar horft er á einstaklinga og er þetta mjög erfið og mikilvæg reynsla fyrir þessa ungu menn. Hægt er að fylgjast með þeim á vefsíðunni www.skak.is

Salaskóli með þrjú lið á topp 10

Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Alls kepptu 41 lið frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá Vestmanneyjum. Því miður komu ekki lið frá öðrum stöðum af landsbyggðinni. En alls voru 16 lið frá grunnskólum í Kópavogi. Salaskóli sendi 6 lið og náði eftirfarandi árangri:

 

A lið Salaskóla náði 5 sæti í flokki a liða eftir að hafa verið í toppbaráttu allt mótið. Gjörsigraði m.a. lið Vestmanneyinga 4:0 en lenti í smá óheppni á lokasprettinum.

B lið Salaskóla varð Íslandsmeistari B liða.

C lið Salaskóla var næst besta C liðið

D lið Salaskóla varð Íslandsmeistari D liða.

E lið Salaskóla varð Íslandsmeistari E liða.

F lið Salaskóla varð Íslandsmeistari F liða.

 

Þrjú lið frá Salaskóla komust á topp 10 og öll liðin okkar fengu 50% vinningshlutfall eða hærra en það einstakur árangur sem sýnir hversu mikil breidd er hjá krökkunum okkar.Neðsta liðið okkar skildi t.d. 8  A lið eftir fyrir neðan sig.

Nánar um einstök úrslit sjá hér.

 

Framundan eru nokkur spennandi skákmót sem margir krakkar hafa áhuga á að sækja. T.d. Skákbúðir Fjölnis í Vatnaskógi  helgina 9. – 10. apríl 2011. Og síðast en ekki síst Áskorendaflokkur Skákþings Íslands 2011sem fram fer 15.-24. apríl í félagsheimili TR,  Þar geta keppendur reynt með sér í alvöru kappskák og reynt að ná sér í Elo stig. Umhugsunartími: 90 mín. + 30 sek. til að ljúka. En hér þarf að skrifa skákirnar niður á sérstök eyðublöð. Skráningu skal senda í tölvupósti á skaksamband@skaksamband.is eða tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 í síðasta lagi 11. apríl 2011.  Einnig er hægt  að skrá sig beint á Skák.is. Sjá neðst á þessari síðu: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448

Hlaðnir verðlaunum eftir Íslandsmót grunnskólasveita


Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2011 var haldið helgina 19. og 20. mars 2011. Fulltrúar Salaskóla komu  heim  hlaðnir verðlaunum eftir  frækinn árangur. Myndir

                                                                               

A lið Salaskóla                         B lið Salaskóla
32,5 v Silfur í A flokki              18,5v  Brons í B Flokki

1 Guðmundur Kristinn              1 Hildur Berglind

2 Birkir Karl Sigurðs.               2 Jón Smári Ólafs.  

3 Eyþór Trausti Jóhanns           3 Garðar Elí Jónas. 

4 Hilmir Freyr Heimis.              4 Arnar Steinn        

1v Baldur Búi Heimis.   
                                                          

C lið Salaskóla                         D lið Salaskóla
18,0v Gull í  flokki C                 15,5 v Gull í flokki D

1 Helgi Tómas                          1 Kjartan Gauti       

2 Jón Otti                                 2 Óðinn Þorvalds.s

3 Tinna Ósk                             3 Axel Oli

4 Róbert Örn                            4 Sindri Snær Hj.    

                                                                               

E lið Salaskóla                         F lið Salaskóla
15 v Gull í flokki E liða              9,5 v Gull í F liða     

1 Aron Ingi Woodard                1 Breki Freysson    

2 Benedikt Árni Björnsson        2 Vilhelm Þráinn

3 Dagur Kárason                     3 Gísli Gottskálk

4 Jóhann Ágúst Ólafsson          4 Sindri Snær Kr.

 

Enginn skóli sendi jafn marga keppendur og Salaskóli og sýndu krakkarnir góða  framkomu  og  einstaklega góðan árangur. Sigurvegari A liða var Rimaskóli sem sigraði Salskóla í innbyrðis viðureign 2,5v gegn 1,5 v  A liðið okkar sigraði alla aðra andstæðinga  með  miklum  yfirburðum  og  þessi  tvo lið voru í algerum sérflokki. B liðið okkar var hreinlega óheppið með andstæðinga miðað við önnur B lið og hafnaði í þriðja sæti B liða. Hin liðin okkar fengu öll gull, hvert í sínum flokki. En Norðurlandamót grunnskólasveita verður í ár á Íslandi og ef Færeyingar senda ekki lið geta íslendingar sent tvö lið til keppni þannig að A lið Salaskóla getur farið að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót í fjórða sinn.
( Færeyingar hafa ekki sent lið síðustu árin, ef þeir verða með þurfum við að víkja fyrir þeim. )

 

Heildarúrslit allra liða er hægt að sjá á vefsíðunni:
http://chess-results.com/tnr46313.aspx

Myndir frá mótinu eru hér.

Minnum á Íslandsmót barnaskólasveita sem verður helgina 2. og 3. april  þar mun Salaskóli sýna öflugustu keppnisliðin sín skipuðum krökkum úr 1. til 7. bekk.

Sérstakt úrtökumót vegna skipulags keppnisliða verður mánudaginn 28. mars nk. í Salaskóla.

Góður árangur skólans í meistaramóti Kópavogs


Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið fimmtudaginn 17 mars sl í Álfhólsskóla. Salaskóli sendi marga til leiks, 10 keppendur voru í yngri flokki og 16 nemendur í þeim eldri sem er aðsóknarmet hjá okkur. Gengi nemenda okkar var mikið og gott og má lesa  nánar um úrslitin hér fyrir neðan. Á myndinni er Hilmir Freyr sem var í öðru sæti og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. 

 

 

Helstu úrslit úr yngri flokki ( 1. til 7. Bekkur)

Salaskóli sendi 10 keppendur til leiks í yngri flokki (1.-7. bekkur) og röðuðu 4 þeirra sér á meðal efstu 10 sem sýnir mikla breidd og jafna getu í okkar hóp. Hilmir Freyr tók silfrið fast á hæla unga skáksnillingsins Vignis Vatnar úr Hörðuvallaskóla.

Listinn yfir efstu 10.
Röð        Nafn                       Vinn 
1|Vignir Vatnar Stefánsson  7

 2|Hilmir Freyr Heimisson 6 

 3|Róbert Leó Jónsson      6

 4|Dawid Pawel Kolka        6

 5|Felix Steinþórsson         6

 6|Atli Snær Andrésson      6

 7|Hildur Berglind Jóhanns. 5

 8|Helgi Tómas Helgason 5

 9|Arnar Steinn Helgason  5

10|Andri Árnason  5

 

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti úr yngri flokki verða því Vignir Vatnar úr Hörðuvallaskóla og Hilmir Freyr úr Salaskóla.  Aldrei áður hafa jafn ungir meistarar raðað sér í efstu sætin á Kópavogsmóti.

 

Mótsstjóri var Smári Rafn Teitsson.

Keppendur voru 54

Úrslit úr eldri flokki ( 8. Til 10. Bekkur )

Alls mættu 16 keppendur til leiks í unglingaflokki sem er nýtt aðsóknarmet hjá okkur. Tefldar voru 8 umferðir með 10 min umhugsunartíma.

Eins og í yngri flokki röðuðu 4 af okkar keppendum sér á topp 10 og þar af tókum við 3 efstu sætin. Fjórða sætið vann síðan fyrrum Salaskólanemandi Kristófer Orri Guðmundsson

Listi yfir efstu 10:

Röð          Nafn:                                      Vinn

1  Guðmundur Kr 10b Salaskóla             7

2  Birkir Karl 9b Salaskóla                       6

3  Eyþór Trausti 8b. Salaskóla                6

4  Kristófer Orri  8.b. Vatnsenda            6

5  Ingó Huy  9-b Smáraskóla                  5

6  Þormar Leví 9b Salaskóla                  4

7  Axel Máni   10.b Vatnsenda                4

8  Hinrik Helgason 10.b vatnsenda         4

9  Óttar Atli Ottósson 10.b Vatnsenda    4

10 Tam 9b Álfhólsskóla                           4

 

Guðmundur Kristinn sigraði en jafnir í 2 til 4 sæti voru Birkir Karl, Eyþór Trausti og Kristófer.

Birkir Karl varð annar þar sem hann var efstur að stigum en Eyþór og Kristófer tefldu einvígi um brosnið. Fór svo að Eyþór sigraði Kristófer.

Fulltrúar Kópavogs á Kjördæmismóti í eldri flokki eru því félagarnir Guðmudur Kristinn Lee og Birkir Karl Siguðrsson úr Salaskóla.

 

Salaskóli hrósar því sigri í unglingaflokki þetta árið.

Móttsjóri var Tómas Rasmus.

 

Með kærri skákkveðju.

Tómas Rasmus kennari Salaskóla.        

Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

 

 

Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla.

Mótið var styrkt af  Skákstyrktarsjóði Kópavogs og afhenti Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla verðlaun fyrir bestan árangur. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Skádómarar voru Helgi Ólafsson og Smári Rafn Teitsson

Helstu úrslit:

Efstu 3 unglingalið flokki A liða:

1. Salaskóli Ung A lið            18 vinningar

2. Vatnsendaskóli Ung A lið      14 vinningar

3. Smáraskóli Ung A lið            12, 5 vinningur

 

Efstu 3 miðstigsliðin í Flokki A liða:

1. Álfhólsskóli Mið A lið          17 vinningar  39,5 bhols stig

2. Salaskóli Mið A lið           17 vinningar  39 bhols stig

3. Vatnsendaskóli Mið A lið     17 vinningar  28 bhols stig

 

Efstu 4 yngstastigsliðin í flokki A liða

1. Salaskóli Yngsta A lið       14 vinningar

2. Smáraskóli Yngsta A lið        12,5 vinningur     hlutkesti

3. Hörðuvallaskóli Yngsta A lið  12,5 vinningur     hlutkesti

4. Snælandsskóli Yngsta A lið   12,5 vinningur     hlutkesti

 

Besta B lið í unglingaflokki:

Lindaskóli Ung B lið                   11,5 vinningur

Bestu B og C lið á miðstigi:

Salaskóli Mið B lið                     14 vinningar

Salaskóli Mið C lið                     10 vinningar

 

Bestu B, C, D og E lið á Yngsta stigi:

Salaskóli Yngsta B lið               11,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta C lið              9 vinningar


Salaskóli Yngsta D lið
               9,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta E lið              8 vinningar

 

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
Úrslit urðu þessi:
Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. b., hann vann alla andstæðinga sína.

Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Birkir Karl 9b.  9,0 v
Guðmundur Kristinn 10b. 7,5 v
Baldur Búi  8b 6,5 v
Eyþór Trausti 8b. 5,5 v
Guðjón Birkir 10b. 5,0 v
Matthías 8b. 5,0 v
Selma Líf 8b. 5,0 v
Þormar Leví 9b. 4,5 v
Sigurður Guðni 8b. 4,5 v
Ragnheiður Erla 8b. 4,5 v
Ingi Már 8b. 4,5 v
Grétar Atli 9b. 4,5 v

Framundan er sem sagt keppnin um meistartitil Salaskóla. Síðan er sveitakeppni Kópavogs og skömmu síðar verður Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita. En eins og þið vitið var Salaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita árin 2009 og 2010.  og Norðurlandameistari grunnskólasveita árið 2009 og silfurlið frá síðasta Norðurlandamóti ( haustið 2010 ).

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun föstudaginn 28.01.2011 með keppni krakkana af miðstigi. Keppendur voru alls 34 úr 5 til 7. bekk. Úrslit urðu þessi, efstu 4 í hverjum aldursflokki

5. bekkur
1. Jón Jón Otti Teistur  6 v       
2. Jón Arnar  Teistur  5 v
3. Tinna Ósk  Lundar  5 v
4.  Atli Ívar   Teistur  4 v

6. bekkur

1. Jón Smári        Súlur  8 v
2. Hildur Berglind  Súlur 7,5 v
3. Kári Steinn       Súlur 7,5 v
4. Davíð Þór        Álftir  6,5 v

7. bekkur
1. Róbert Max       Ernir     5
2. Ágúst Einar       Fálkar   5
3. Skúli Eggert      Fálkar   4,5
4. Magnús Már      Fálkar   4,5

Á lokamótinu þar sem keppt verður um titilinn skákmeistari Salaskóla mun koma í ljós hver þessara verður krýndur meistari miðstigs. Næstkomandi fimmtudag (3 feb ) verður keppnin hjá 1. til 4. bekk og föstudaginn 4 feb. keppa unglingarnir okkar.

Bekkjarmót Salaskóla í skák 2010


Undanrásum er nú lokið í bekkjamóti Salaskóla. Alls kepptu 32 lið í undanrásum eða rétt um 100 krakkar. Efstu 3 lið úr yngsta flokki, efstu 4 lið af miðstigi og efstu 5 liðin úr unglingadeild halda síðan áfram og keppa um titilinn Bestu bekkur Salaskóla í skák 2010 að morgni 3 desember 2010. Tómas Rasmus er mótsstjóri.

Eftirfarandi lið hafa ölast keppnisrétt á lokamótinu:

Úr 1.- 4. bekk
Hrossagaukar A lið  4. bekkur
Starar  Mátlið  2. bekkur
Lóur  Alið  4. bekkur

Úr 5.-7. bekk
Súlur A lið 6. bekkur
Súlur B lið 6. bekkur
Fálkar A lið 7. bekkur
Langvíur A lið 6. bekkur

 

Úr 8.-10. bekk
Krummar A lið 9. bekkur
Himbrimar A aha 8. bekkur
Himbrimar nr 1, 8 bekkur
Smyrlar A lið 10. bekkur
Krummar B lið 9. bekkur
 

 

 

 

 

Salaskóli gjörsigraði Dani

Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0

Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.
Staðan eftir 2 umferðir er því þannig:

1 Noregur 7 stig
2 Ísland  5 stig
3- 4 Finland 4 stig
3- 4 Danmörk lið 2  4 stig
5 Danmörk lið 1 2,5 stig
6 Svíþjóð 1,5 stig

Minnum á heimsíðu mótsins www.jetsmarkskakklub.dk