skak2012_jan

Úrslit miðstigs og meistaramót á næstunni

skak2012_jan
Nú liggja úrslitin úr meistarakeppni Salaskóla í skák á miðstigi fyrir. Alls kepptu 63 nemendur á miðstigi að þessu sinni. Sigurvegari miðstigs var Hilmir Freyr Heimisson í öðru sæti var Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Heildarúrslit er hægt að sjá hér ásamt myndum. Nú er lokið undanrásum úr þremur aldurshólfum í meistaramóti Salaskóla í  skák.

Alls kepptu:
21 í unglingadeild
63 á miðstigi
47 á yngsta stigi
Alls 131 nemandi.

Á úrslitamótinu þar sem leitað verður að meistara meistaranna föstudaginn 3. feb. 2012 keppa síðan þrír efstu úr hverjum árgangi og að auki 12 sérvaldir snillingar eða 42 krakkar. Þessir keppa föstudaginn 3.2.2012

fri_rik_lafsson_955055

Skákdagurinn

fri_rik_lafsson_955055
Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar í tilefni dagsins og í gangi er skákþraut sem allir geta tekið þátt í. Dregið verður  í  þrautasamkeppninni föstudaginn 3. febrúar. Um skákdaginn má lesa á www.skakdagurinn.blog.is

 

hilmir_freyr

Góður árangur á Íslandsmóti

hilmir_freyr
10 krakkar úr Salaskóla kepptu á  Íslandsmóti barna nú um helgina. Hilmir Freyr Heimisson nemandi í 5 bekk náði öðru sæti, hann tapaði ekki einni skák en gerði tvö jafntefli við mjög sterka andstæðinga. Þeir Róbert Örn Vigfússon, Aron Ingi Woodard og Ágúst Unnar Kristinsson voru einnig í toppbaráttunni allan tíman og komust ásamt Hilmi í gegnum 15 manna úrtökuna.

Hér eru heildarúrrslitin.

Á myndinni eru Björn Ívar Karlsson, Hilmir Freyr og Stefán Bergsson.

krummar_skak

Bekkjarmót Salaskóla í skák 2011

Nú er lokið bekkjarmóti Salaskóla í skák árið 2011. Alls kepptu yfir 140 krakkar í þremur riðlum í undanrásum. Föstudaginn 16.11.2011 var síðan haldið úrslitamót  þar sem þeir bestu af þeim bestu kepptu um titilinn besti skák-bekkurinn árið 2011.

krummar_skakÚrslit:
Krummar 10b        18,5
Súlur  A 7b           15
Kríur A 5b             14,5
Mávar A 5b           11
Kríur B 5b             11
Músarindlar A  2b  10
Langvíur A 7b         9,5
Súlur  B 7b             9,5
Álftir A  7b             9
Ritur A 5b              8
Starar A 3b            8
Steindeplar A 4b     5

Steindeplar misstu af fyrstu þrem umferðunum þannig að þeirra árangur er ekki marktækur.
Bestum árangri á einstökum borðum náðu:
1. borð: Hilmir Freyr Heimisson  Kríum 6,5 v af 7
2. borð: Þormar Leví Magnússon  Krummum 7 v af 7
3. borð: Kári Steinn Hlífarsson  Súlum 5 v af 7

Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.  Myndir frá mótinu.

karpov_og_hilmir

Húllað, hoppað og skákir tefldar

karpov_og_hilmir
Á seinni degi fjölgreindaleika gekk allt eins og í sögu. Í íþróttahúsinu var húllað og hoppað af miklum móð, klifrað upp í rjáfur, boltar látnir skoppa og handleggir jafnvel lengdust um mun t.d. á „hanga á slá“ stöðinni. Sums staðar reyndi svo sannarlega á kunnáttu í landafræði og á einum stað var kannað hversu gott þreifiskynið væri hjá krökkunum. Í sjálfu skólahúsnæðinu var t.d. jóga iðkað, sögur skrifaðar, danssporin tekin, á einni stöðinni reyndi mjög á leikhæfileika að ógleymdri skákstöðinni. Á þeirri stöð tók skáksnillingurinn Birkir Karl á móti liðunum og skoraði á þau að tefla við sig. En ekki langt frá þeirri stöð vildi svo vel til að sat annar skáksnillingur, reyndar fv. heimsmeistari Anatolí Karpov, og tefldi við einn af nemendum skólans, Hilmi Frey. Karpov er hér á landi vegna 111 ára afmælis Taflfélags Reykjavíkur og heimsótti skólann okkar í leiðinni og tók nokkrar skákir. Ekki eru allir jafnheppnir og við að fá heimsmeistarann sjálfan í heimsókn.
Hér eru MYNDIR FRÁ FJÖLGREINDALEIKUM: Degi 2 og einnig frá heimsókn Karpovs.


hlladansajoga2skakhanga

Hilmir_HIldur

Salaskóli í keppni þeirra bestu á Norðurlöndum.

Helgina 26 til 28 ágúst fór fram Norðurlandamót grunnskóla í Skák í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Til leiks mættu lið frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ásamt tveimur efstu liðunum frá Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í apríl sl. Færeyingar mættu ekki til leiks og sendi Ísland því tvö lið, Lið 1 frá Íslandi frá Rimaskóla og ríkjandi Íslandsmeistarar og Lið 2 frá Íslandi frá Salaskóla, sem vann silfur á síðasta Íslandsmóti. Fyrirfram leit styrkur okkar manna skv. skráðum skákstigum þannig út að við værum með minnst reynda liðið ,enda aldur okkar keppenda frá 10 ára upp í 16 ára. Við kepptum 5 viðureignir oftast nær við sveitir með skráðan styrk langt fyrir ofan okkar keppendur. Salaskóli sigraði tvö af þessum liðum eða Danmerkurmeistarana og finnska liðið og lentum við í 5 sæti aðeins 1 vinning frá silfurliðinu.Hilmir_HIldur

Bestum árangri okkar nemenda náði Hildur Berglind Jóhannsdóttir með 75%  vinningshlutfall, en hún er aðeins í 7. bekk  og síðan yngsti keppandinn á mótinu eða Hilmir Freyr Heimisson sem er nýorðinn 10 ára með 62,5%  vinningshlutfall. Sjá nánar hér um úrslit í einstaka skákum.

Á síðustu árum hefur Salaskóli unnið glæsta sigra á Norðurlandamótum.
2009  Norðurlandameistarar.
2010  Silfur á Norðurlandamóti
2011  5 sæti á Norðurlandamótii

Við óskum skákliði Salaskóla innilega til hamingju með glæsilegan árangur – en meðlimir liðsins eru taldir upp hér neðar á síðunni.

 NM_2011_-Salaskolalii_02

skak2.jpg

Skáklið Salaskóla á Norðurlandamóti

skak2.jpg
Skáklið Salaskóla keppir á Norðurlandamóti grunnskóla í skák 26. – 28. ágúst næstkomandi. Keppt er í húsi Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Í liði Salaskóla eru Guðmundur Kristinn Lee MR, Birkir Karl Sigurðsson 10b., Hilmir Freyr Heimisson 5b., Jón Smári Ólafsson 7b., Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7b. og Eyþór Trausti Jóhannsson 9b. Áhorfendur eru velkomnir. Sjá nánar hér

ljosmyndaraut

Skólaárið 2011-2012

ljosmyndaraut

Ágúst
Skólasetning 2011-2012

Febrúar
Meistaramót Salaskóla 2012  lokaúrslit
100 daga hátíðin í 1. bekk – 7. febrúar 2012
Krufning í 8. bekk
Öskudagur 2012

Lundarnir í góðum gír

 

Október
Fjölgreindaleikar fyrri dagur
Sérkennilegir stöðvarstjórar o.fl.

Fjölgreindaleikar seinni dagur

Heimsókn Karpov fv. heimsmeistara

7. bekkur á Reykjum

Mars
Íslandsmeistaramót barnaskóla
Laugar í Sælingsdal 2012 9. bekkur

Íslandsmeistaramót grunnskóla 2012

Þjóðleg uppkoma hjá 2. bekk

 
Nóvember
Salaskóli í Hörpunni

Maí
Opinn dagur í Salaskóla 11. maí
Grænfáninn afnhentur

 

Desember
Spilað í grænu
Föndur og Rjúpnalundur 2. bekkur
Bekkjarmótið í skák 2011

Óttarsbikarinn í körfu

Júní

Útskrift og skólaslit 2012

 

 

 

 

 

Janúar
Meistaramót Salaskóla 2012 – yngsta og ungl.
Meistaramót Salaskóla 2012 – miðstig

   
     
     
     
     
     
     
     
kjrdmismt_2011

Guðmundur Kristinn kjördæmismeistari Reykjaness

kjrdmismt_2011
Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, urðu  kjördæmismeistarar Reykjaness í skólaskák fimmtudaginn 28.04.2011.  Guðmundur í eldri flokki en Vignir í þeim yngri.  Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, tryggði sér einnig keppnisrétt á Landsmótinu en hann endaði í 2. sæti í eldri flokki.  Hilmir Freyr Heimisson hafnaði í öðru sæti í yngri flokki.

Sigur Guðmundar var einkar glæsilegur og sigraði hann alla sína andstæðinga. En allir fulltrúar Salaskóla náðu verðlaunasæti sem sýnir hversu öflugir okkar krakkar eru í skáklistinni.

Lokastaðan í eldri flokki:

1. Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, 4 v.

2. Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, 3 v.

3. Hans Adolf Linnet, Setbergsskóla, 2 v.

4. Jón Hákon Richter, Öldutúnsskóla, 1 v.

5. Kristjana Ósk Kristinsd., Garðask. 0 v.

kjordaemismot yngriLokastaðan í yngri flokki:

Aukakeppni þurfti í yngri flokki um 2.-4. sæti.  Þar varð Hilmir Freyr efstur, Sóley Lind önnur og Magni þriðji.

1. Vignir Vatnar Stefáns. Hörðuvallask. 5 v.

2. Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla, 3 v. (+2½ v.)

3. Sóley Lind Pálsdóttir, Hvaleyrarskóla 3 v. (+ 2 v.)

4. Magni Marelsson, Hvaleyrarskóla, 3 v. (+1½ v.)

5. Kári Georgsson, Hofstaðaskóla,1 v.

6. Aron Laxdal, Lágafellsskóla, 0 v.

Sjá nánar úrslit einstakra skák á vefsíðunni: http://chess-results.com/tnr48847.aspx

 

Á kjördæmismót komast efstu tveir úr hverju sýslufélagi í okkar kjördæmi, þannig að hér eru þeir bestu af þeim bestu að keppa og allir keppendur státa af meistaratitlum hver á sínu svæði. Landsmótið í skólaskák verður að þessu sinni helgina 13 til 15 maí á Akureyri.

 

Þess má til gamans geta að í Salaskóla eru nú 7 krakkar sem komnir eru með íslensk skákstig en þeir kepptu um páskana á skákþingi Íslands.
Krakkarnir okkar sem eru komnir með íslensk skákstig eru:

Guðmundur Kristinn Lee     1758

Birkir Karl Sigurðsson        1705

Hilmir Freyr Heimisson      1313

Þormar Leví Magnússon   1226

Jón Smári Ólafsson            1175

Hidur Berglind Jóhannsd. 1128

Jón Otto Sigurjónsson       1000

 

Af þessum listi sést að framtíðin er björt í skákinni í Salaskóla.