kjrdmismt_2011

Guðmundur Kristinn kjördæmismeistari Reykjaness

kjrdmismt_2011
Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, urðu  kjördæmismeistarar Reykjaness í skólaskák fimmtudaginn 28.04.2011.  Guðmundur í eldri flokki en Vignir í þeim yngri.  Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, tryggði sér einnig keppnisrétt á Landsmótinu en hann endaði í 2. sæti í eldri flokki.  Hilmir Freyr Heimisson hafnaði í öðru sæti í yngri flokki.

Sigur Guðmundar var einkar glæsilegur og sigraði hann alla sína andstæðinga. En allir fulltrúar Salaskóla náðu verðlaunasæti sem sýnir hversu öflugir okkar krakkar eru í skáklistinni.

Lokastaðan í eldri flokki:

1. Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, 4 v.

2. Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, 3 v.

3. Hans Adolf Linnet, Setbergsskóla, 2 v.

4. Jón Hákon Richter, Öldutúnsskóla, 1 v.

5. Kristjana Ósk Kristinsd., Garðask. 0 v.

kjordaemismot yngriLokastaðan í yngri flokki:

Aukakeppni þurfti í yngri flokki um 2.-4. sæti.  Þar varð Hilmir Freyr efstur, Sóley Lind önnur og Magni þriðji.

1. Vignir Vatnar Stefáns. Hörðuvallask. 5 v.

2. Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla, 3 v. (+2½ v.)

3. Sóley Lind Pálsdóttir, Hvaleyrarskóla 3 v. (+ 2 v.)

4. Magni Marelsson, Hvaleyrarskóla, 3 v. (+1½ v.)

5. Kári Georgsson, Hofstaðaskóla,1 v.

6. Aron Laxdal, Lágafellsskóla, 0 v.

Sjá nánar úrslit einstakra skák á vefsíðunni: http://chess-results.com/tnr48847.aspx

 

Á kjördæmismót komast efstu tveir úr hverju sýslufélagi í okkar kjördæmi, þannig að hér eru þeir bestu af þeim bestu að keppa og allir keppendur státa af meistaratitlum hver á sínu svæði. Landsmótið í skólaskák verður að þessu sinni helgina 13 til 15 maí á Akureyri.

 

Þess má til gamans geta að í Salaskóla eru nú 7 krakkar sem komnir eru með íslensk skákstig en þeir kepptu um páskana á skákþingi Íslands.
Krakkarnir okkar sem eru komnir með íslensk skákstig eru:

Guðmundur Kristinn Lee     1758

Birkir Karl Sigurðsson        1705

Hilmir Freyr Heimisson      1313

Þormar Leví Magnússon   1226

Jón Smári Ólafsson            1175

Hidur Berglind Jóhannsd. 1128

Jón Otto Sigurjónsson       1000

 

Af þessum listi sést að framtíðin er björt í skákinni í Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .