fri_rik_lafsson_955055

Skákdagurinn

fri_rik_lafsson_955055
Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar í tilefni dagsins og í gangi er skákþraut sem allir geta tekið þátt í. Dregið verður  í  þrautasamkeppninni föstudaginn 3. febrúar. Um skákdaginn má lesa á www.skakdagurinn.blog.is

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .