Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
Úrslit urðu þessi:
Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. b., hann vann alla andstæðinga sína.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .