Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2011 – 2012

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2005) fer fram í Salaskóla mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars frá kl. 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.

Við hvetjum foreldra til að koma með börn sín á skrifstofu skólans til að innrita þau. Það er þeirra fyrsta heimsókn í skólann með foreldri og liður í að venja þau við nýjan skóla. 

Birt í flokknum Fréttir.