Sjö öflugir nemendur úr Salaskóla verða keppendur á Skákþingi Íslands nú um páskana. Keppnin hefst föstudaginn 15.04.2011 kl 18:00. Sjá nánar á vefsíðunni: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448. Þeir sem keppa frá Salaskóla eru:
Nafn: Elo Skákfélag
Guðmundur Kristinn Lee 1800 SFÍ
Birkir Karl Sigurðsson 1672 SFÍ
Hildur Berglind Jóhannsdóttir 1062 Hellir
Hilmir Freyr Heimisson 0
Þormar Leví Magnússon 0 Hellir
Jón Smári Ólafsson 0
Jón Otti Sigurjónsson 0 Hellir
Úrslit úr einstökum skákum má sjá á síðunni: http://chess-results.com/tnr48046.aspx?lan=1 Það er frábært að svona margir krakkar frá Salaskóla gefi kost á sér til keppni með þeim sterkustu á Íslandi í skák. Þeir keppa allir í áskorendaflokki og ef þeir ná einu af tveimur efstu sætunum komast þeir í landsliðsflokk. En aðalmálið er að þeir munu keppa alvöru kappskákir þar sem þeir verða að skrifa niður alla leikina í skákinni og hafa 90 mínútur til að klára skákina og fá síðan 30 sek í bónus fyrir hvern kláraðan leik. Ef þeir ná að sigra einhvern sem er þagar komin með Elostig munu þeir fá stig eftir sérstökum reglum. Nú er valið í unglingalandslið íslands eftir Elostigum þegar horft er á einstaklinga og er þetta mjög erfið og mikilvæg reynsla fyrir þessa ungu menn. Hægt er að fylgjast með þeim á vefsíðunni www.skak.is

Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Alls kepptu 41 lið frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá Vestmanneyjum. Því miður komu ekki lið frá öðrum stöðum af landsbyggðinni. En alls voru 16 lið frá grunnskólum í Kópavogi. Salaskóli sendi 6 lið og náði eftirfarandi árangri:



Úrslit úr eldri flokki ( 8. Til 10. Bekkur )
Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40. Mótið fór síðan í gang kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:
Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla.
Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna. Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
