Innritun

Innritun nýrra nemenda sem verða í Salaskóla næsta skólaár verður 4. og 5. mars nk.

Lesa meira

Flottu skákstelpurnar okkar

Stúlknalið Salaskóla stóð sig glæsilega á Íslandsmótinu stúlknaliða í skák síðastliðinn laugardag.  Stelpurnar tóku silfrið af öryggi, unnu alla hina skólana nema ríkjandi Íslandsmeistara frá Rimaskóla. Í liði Salaskola voru 1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir – 8. b. Kjóar2. Una Sól Jónmundsdóttir – 8. b. Kjóar3. Móey María Sigþórsdóttir – 6. b. Mávar4. Tinna Þrastardóttir […]

Lesa meira

Torfi sigraði

Torfi Tómasson í 9. bekk fór með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs síðastliðið miðvikudagskvöld með frumsömdu lagi sínu Gods planet of fools.  Hann sigraði undankeppnina okkar þann 4. janúar síðastliðinn með öðru frumsömdu lagi sem heitir The masquerade ball . Torfi keppir síðan fyrir okkar hönd í Söngkeppni Samfés laugardaginn 2. mars næstkomandi – sem verður vonandi […]

Lesa meira

Vetrardrottningar

Einn daginn þegar snjóhvít mjöllin hafði fallið til jarðar í skjóli nætur sáu nokkrar stúlkur í 4. bekk sér leik á borði. Í morgunútivistinni hófu þær að gera myndir á drifhvíta jörðina með því að sparka upp snjónum með fótunum og síðan voru hendur og vettlingar notaðir til þess að fínpússa. Úr urðu þessi […]

Lesa meira

Hundraðdagahátíðin

Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir tíu skálum með góðgæti á eitt stórt borð […]

Lesa meira

Reykjafarar

Reykjafarar eru væntanlegir í skólann um kl. 15:00. 

Lesa meira

Góðar fréttir úr Reykjaskóla

Eins og fram hefur komið hér á síðunni dveljast sjöundubekkingar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði frá mánudegi fram á föstudag. Eftrifarandi fréttaskeyti barst frá kennurunum þeirra í gær:Hér úr Reykjaskóla er allt gott að frétta. Nemendur hafa verið frábærir og eru á fullu allan daginn í hópavinnu og skemmta sér mjög vel. Krakkarnir eru […]

Lesa meira

Laust starf námsráðgjafa í Salaskóla

Salaskóli auglýsir starf námsráðgjafa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, eða Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 570 4600. Sótt er um á heimasíðu Kópavogsbæjar og er umsóknarfrestur til 5. febrúar.

Lesa meira

Sjöundubekkingar á Reykjum

Nemendur í 7. bekk sem lögðu af stað frá skólanum kl. 9 í morgun áleiðis til Reykja í Hrútafirði eru komnir á staðinn. Ferðin gekk vel og nú eru allir að koma sér fyrir á herbergjum áður en hádegismatur hefst.  

Lesa meira

Ipad þróunarverkefni

Ipad þróunarverkefni – vefur

Lesa meira

Gamli og nýi tíminn

Tvær litlar snótir í 1. bekk fengu það verkefni að reikna nokkur dæmi sem sett voru upp í spjaldtölvu (ipad). Dæmin voru misþung og sum reyndu meira á en önnur. Puttarnir voru á lofti en stundum vantaði fleiri putta til að klára dæmin. Hvað var til ráða? Þær gripu pinnabretti á næstu hillu, en eins og […]

Lesa meira

Spjaldtölvur í Salaskóla

Áhuginn og einbeitnin skein út úr andlitum fyrstubekkinganna okkar, glókollanna, er þeir fengu í hendurnar spjaldtölvur (ipada) í síðustu tveimur kennslustundunum í gær. Tveir og tveir unnu saman og þeir gátu valið um nokkur verkefni í spjaldtölvunni t.d. að búa til lítið tónverk, „sulla“ í litríku vatni, búa til listaverk og raða saman pinnum eftir […]

Lesa meira