100dagar

Hundraðdagahátíðin

100dagar
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir tíu skálum með góðgæti á eitt stórt borð  og það var verkefni hvers og eins að telja tíu mola í poka úr hverri skál sem gerði alls hundrað. Krakkarnir voru mjög einbeittir við þetta verkefni og létu ekkert trufla sig enda nákvæmisverk að telja nákvæmlega 100 stykki. Ýmiss önnur verkefni voru í gangi t.d. bjuggu allir sér til hundraðdagakórónu og röðuðu 100 perlum upp á band. Eftir hádegismatinn verður svo sleginn botninn í veisluna með því að horfa á kvikmynd saman og borða nammið úr pokanum sínum. Skemmtileg hefð í Salaskóla sem hefur viðgengist nokkuð lengi. Myndir frá hátíðinni.

Birt í flokknum Fréttir.