ltlar_hnatur

Gamli og nýi tíminn

ltlar_hnatur

Tvær litlar snótir í 1. bekk fengu það verkefni að reikna nokkur dæmi sem sett voru upp í spjaldtölvu (ipad). Dæmin voru misþung og sum reyndu meira á en önnur. Puttarnir voru á lofti en stundum vantaði fleiri putta til að klára dæmin. Hvað var til ráða? Þær gripu pinnabretti á næstu hillu, en eins og menn vita hefur það verið notað í stærðfræðinámi áratugum saman. Önnur þeirra taldi saman pinnana á brettinu  og hin var með spjaldtölvuna og saman fundu þær svarið sem var síðan skráð til þess að komast í næsta dæmi. Á endanum fengu þær rósir og verðlaunapening í spjaldtölvunni fyrir vel leyst verkefni.  Ekki dóu þær ráðalausar, þessar litlu duglegu hnátur.

Birt í flokknum Fréttir.