Kópurinn og forvarnarsjóður Kópavogs

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Kópsins, sem eru viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í grunnskólum Kópavogs. Einnig er opið fyrir umsóknir í forvarnarsjóð Kópavogsbæjar. Áhugasamir geta sent inn tilnefningar/umsóknir eða komið hugmyndum til skólastjóra sem getur aðstoðað við ferlið. 

Lesa meira

Skóladagatal 2024-2025

Hér má nálgast skóladagatal 2024-2025 : skoladagatal-2024-2025-samthykkt-2 Sumarfrístund verðandi 1.bekkinga verður í 9 skóladaga (kl. 8-16), vikuna 12.-16.ágúst og 19.-22.ágúst (frístund lokuð á skólasetningardegi). Hefðbundin frístund opnar svo mánudaginn 26.ágúst fyrir þau börn sem eru skráð úr 1.-4.bekk.

Lesa meira

Alþjóðadagur Downs heilkennis 21. mars

Fimmtudaginn 21. mars nk. er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.   Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í mislitum […]

Lesa meira

Innritun 6 ára barna í grunnskóla fyrir haustið 2024

Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnumþjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is Sjá nánar hér: Innritun 2024_isl_ens_pol

Lesa meira

Skólaþing Salaskóla

Skólaþing Salaskóla fór fram 8. febrúar þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér […]

Lesa meira

Góðgerðahlaup Salaskóla

Í dag föstudaginn 15. september, fer Ólympíuhlaup UMFÍ fram í Salaskóla. Við höfum ákveðið að gera hlaupið að „Góðgerðarhlaupi“ og styrkja gott málefni. Fyrir valinu varð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB. Það er félag sem stendur skólasamfélaginu okkar nærri. SKB styður við fjölskyldur, fjárhagslega og félagslega, heldur uppi foreldra- og unglingafundum, listmeðferðum og sinnir margvíslegu […]

Lesa meira

Breyttur útivistartími barna

Við minnum á breyttan útivistartíma barna sem tekur gildi þann 1.september næstkomandi.

Lesa meira

Skólaárið 2023-2024!

Skólasetning Salaskóla verður miðvikudaginn 23. ágúst. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00. Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00. Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem umsjónarkennarar […]

Lesa meira

Erasmus verkefni

Salaskóli hefur undanfarin àr tekið þátt í fjölbreyttum Erasmus verkefnum. Verkefnið sem við erum þátttakendur í þetta skólaàrið ber heitið Art is for All.  Þátttökuskólar eru í Wales, Þýskalandi og Spáni.  Hér er QR kóði á sameiginlega vefsíðu verkefnisins.

Lesa meira

Snjallir nemendur í Kópavogi

Síðastliðinn mánudag þann 27. mars voru haldnar menntabúðir #Kópmennt í Snælandsskóla sem voru nokkurs konar uppskeruhátíð skólaársins. Nemendur í grunnskólum Kópavogs áttu ,,sviðið“ þar sem þeir mættu til leiks til að kynna verkefni sem þau hafa unnið í vetur. Yfirskrift menntabúðanna voru því ,,Snjallir nemendur í Kópavogi“.           Nokkrir nemendur […]

Lesa meira