Alþjóðlegur dagur downs-heilkennis

Á mánudaginn næsta þ.e. 21. mars er alþjóðlegur dagur downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03. Í Salaskóla höldum við sérstaklega upp […]

Lesa meira

Samrómur

Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, í Lestrarkeppni grunnskóla 2022 á dögunum. Alls lásu 703 keppendur (nemendur, starfsfólk og fjölskyldur) 107.075 setningar sem var virkilega vel gert. Þann 15. mars sl. fóru Steinunn María í 3.bekk  og Davíð Logi í 7.bekk ásamt Ásu kennara á Bessastaði að taka á móti verðlaununum sem voru […]

Lesa meira

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Árleg upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í skólanum í morgun. Níu krakkar lásu upp eins vel og þau gátu og freistuðu þess að hreppa hnossið sem er að verða fulltrúar Salaskóla í upplestrarkeppni Kópavogs. Skemmst er frá því að segja að þau höfðu greinilega öll æft sig afskaplega vel fyrir þessa keppni. Dómnefndinni var […]

Lesa meira

Öskudagur 1. – 7. bekkur

Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísi dagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn […]

Lesa meira

Þungur morgun

Þungt ástanda er í Salaskóla á þessum dásamlega mánudagsmorgni. Talsverð forföll eru í starfsmannahópnum vegna veikinda. Einnig hafa margir átt í erfiðleikum með að komast í skólann og á það bæði við um nemendur og starfsfólk. Við getum ekki haldið uppi allri kennslu vegna þessa. Við sjáum bara til hvernig þetta gengur þegar líður […]

Lesa meira

English and Polish below Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og […]

Lesa meira

Vetrarleyfi 17. og 18. febrúar 2022

Vetrarleyfi verður í grunnskólum Kópavogs 17. og 18. febrúar nk. Þá er skólinn alveg lokaður.

Lesa meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Nú hafa verið settar nýjar reglur sem taka gildi á miðnætti. Þetta er einfalt. Nemendur sem eru útsettir fyrir smiti í skólanum eða í tómstundastarfi fara hvorki í sóttkví eða smitgát. Þeir sem nú eru í sóttkví og ekki er smit á heimili hjá, geta því mætt í skólann á morgun, miðvikudag. Ef þeir […]

Lesa meira

Skóladagatal Salaskóla næsta skólaárs 2022 – 2023 – skólasetning og vetrarleyfi

23. ágúst – skólasetning 24. – 25. október – vetrarleyfi 23. – 24. febrúar – vetrarleyfi Aðrar dagsetningar verða kynntar síðar

Lesa meira

Foreldraviðtöl 28. janúar og 11. febrúar

Nk. föstudag, 28. janúar eru foreldraviðtöl í 6. bekk og 8. – 10. bekk. Foreldrar fá boð frá umsjónarkennurum. Nemendur í þessum bekkjum mæta ekki í skólann þennan dag. Foreldraviðtöl í 1. – 5. bekk og 7. bekk hafa verið flutt til 11. febrúar vegna raskana sem urðu á skólastarfi í haust og janúar […]

Lesa meira

Samrómur

Lestrarkeppni grunnskólanna er nú formlega hafin. https://samromur.is/grunnskolakeppni2022 Okkur langar til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið innan stórfjölskyldunnar um að lesa inn nokkrar setningar í nafni skólans til að koma okkur ofar á stigatöflunni. Það mega allir taka þátt eins oft og þeir vilja sama á hvaða aldri viðkomandi er. Þið takið […]

Lesa meira